Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 137
135
„Hvernig niðurhel ég?“
flokksins, þ.e. orðafjöldans, og möguleika hans til að lifa. í ljósi þess-
ara hugmynda er það í hæsta máta eðlilegt að sterk sögn verði veik. I
íslensku byggist þetta fyrst og fremst á tíðni, þ.e. Qölda veiku
sagnanna, og einfaldri beygingu þeirra. Báðir þættimir em „utanað-
komandi“, hafa ekkert með eðli eða innri gerð viðkomandi sagnar að
gera. En sé vísað til slíkra þátta er ljóst að fjölmargar veikar sagnir
hafa nákvæmlega sömu gerð og hala, t.d. dala, fala, hjala, smala,
svala og tala en líka mala sem var sterk í fomu máli en er nú alltaf
veik og gala sem nú er oftar veik en sterk; ala og kala, sem er ákaflega
sjaldgæf, em hins vegar alltaf sterkar En svo að vikið sé að hugmynd-
um Haspelmaths á ný þá er óeðlilegt að veikar sagnir verði sterkar
vegna þess hve fáar þær sterku em og hve beyging þeirra er flókin. Á
móti kemur að fjölmargar sterku sagnanna em mjög algengar eins og
Islenska orðtíðnibókin (1991) sýnir glögglega. Á þeim forsendum
gætu þær haft einhver áhrif.
Nú vaknar sú spuming undir hvaða kringumstæðum óvirkur eða
lokaður hópur eins og sterkar sagnir geti orðið virkur. Slíkt hefur ekki
verið kannað í íslensku en það hefur verið gert í norsku þar sem veikar
sagnir hafa einmitt orðið sterkar, sbr. Enger 1998:123-124, en hefur
líka gerst að einhverju marki í öðmm germönskum málum eins og
Enger bendir á.23 En þar sem sögnin niðurhala/hala niður virðist vera
einstök í sinni röð í nútímamáli (svo vitað sé) að þessu leyti og breyt-
ingin nánast tilviljanakennd þá er vissulega vafasamt að draga af fýrir-
liggjandi gögnum miklar ályktanir. En spumingin um skilyrðin sem
orsökuðu þetta er samt sem áður knýjandi. Lítum fyrst á hugsanlegar
hliðstæður úr norsku.
Enger (1998:122-123) segir að hjá sterkum sögnum sem verða
veikar sé lýsingarháttur þátíðar (í hvomgkyni) það form sagnarinnar
sem breytist fýrst breyti sögn beygingu sinni; nútíðin breytist síðust.24
Röðin er þessi:
23 Hér verður að vísa til skrifa Engers (1998) um það efni og almennt um það
Þegar sagnir skipta um beygingu, verða veikar eða sterkar, sjá einkum Enger 1998:
119-133.
24 Enger lýsir þessu sem almennu fyrirbæri en tengir það ekki við norsku
sérstaklega. Dæmin sem hann tekur eru þó öll norsk.