Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 151
„ Rangvella sive Idiomata Rangvallensium “
149
orð sem hann heyrði víða um land og notaði þau óspart í bókum sínum
(Guðrún Kvaran 2002). Flest hinna dæmanna benda til Suðurlands.
ÁBIM skrifar „19. öld“ við bos í þessari merkingu (1989:73) sem
bendir til BMÓ eins og áður getur.
í TM eru aðeins þrjár heimildir um skafhríð úr Ámessýslu, Rangár-
vallasýslu og Austur-Skaftafellssýslu en allnokkrar sem tengjast rúmi
eða bæli á einhvem hátt og er orðið þá í öllum tilvikum notað í föstum
orðasamböndum, oft í yfírfærðri merkingu: draga í bosið (þ.e. vera
duglegur að bjarga sér) (S.-Múlasýsla, Borgaríjarðarsýsla), skríða í
bosið, úr bosinu (Ámessýsla, A.-Skaftafellssýsla), eiga í bosi (þ.e.
erfíðleikum) (Ámessýsla, Húnavatnssýslur), liggja í bosinu (V.-Skafta-
fellssýsla), búa í bosið (þ.e. búa sig undir að stofna bú) (A.-Skafta-
fellssýsla, Rangárvallasýsla), bœtast í bosið (S.-Múlasýsla), bera í
bosið (S.-Múlasýsla). Ekkert þessara sambanda er í bók Jóns G. Frið-
jónssonar, Mergi málsins (2006). í vasabók BMÓ númer ii er sam-
bandið búa í bosið merkt Austur-Skaftafellssýslu. í seðlasafni ÞÞ vom
dæmi um báðar merkingamar. Um hina fyrri hefur hann dæmi úr
Nesjum og Suðursveit í Austur-Skaftafellssýslu og á einum seðli leið-
réttir hann merkinguna í Bl: ,,„det at sneen begynder at fyge“. í Suður-
sveit þýðir orðið ekki beinlínis þetta, heldur táknar það lága skafrenn-
’ng, ofurlítið fjúk“. Um síðari merkinguna hefur hann dæmi af Suður-
landi en tilgreinir ekki nánar hvaðan.
Fimm dæmi, öll af Suður- og Suðvesturlandi, vom um að bos væri
einhvers konar undirleppur undir krakka í rúmi, poki með fíngerðri
hlóðarösku, og að þaðan væri komið að skríða í bosið/úr bosinu.
ÁBIM tengir báðar merkingamar germönsku rótinni *bus-/bus-, og
’e. *bheu-s- ‘belgjast út, ólga’. Þaðan gerir hann ráð fyrir að merking-
arnar ‘e-ð útþanið, svert’ og ‘e-ð sem streymir fram’ hafi æxlast
(1989:73).
Orðið byðna merkir B1 Ámessýslu en engin slík merking er í ÍO. í RM
eru sjö dæmi og er hið elsta þeirra frá Hallgrími Péturssyni. Erfítt er
að staðsetja hin dæmin sex. Eitt þeirra er t.d. úr orðasafni Hallgríms
Schevings en ekki er tilgreint hvaðan hann hafði orðið. Aðeins einn
seðill er í TM og er hann frá heimildarmanni í Ámessýslu. ÁBIM