Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 82
80
Jón Axel Harðarson
Fomnorræn mál sýna framgómun [y] á undan j reyndar ekki jafn-
greinilega og á undan frammæltu sérhljóði, þar eðy-ið sem á eftir [y]
fór hefði eitt og sér valdið hljóðvarpi. Þó má ganga að því sem vísu að
hálfsérhljóðið j hafi ekki haft minni áhrif á undanfarandi [y] en
frammælt sérhljóð, sbr. þróun lokhljóða í stöðu á undan ífammæltum
sérhljóðum og j í málum eins og færeysku (geva [djeiva], gjarna
[d^ajna], kjálki [tJhaXtJi])n og fomindversku12 (jani- [d^ani] ‘kona’
< *gwenh-,~, jyestha- [d^jeigjj’a] ‘máttugastur’ < *gwiah2isth2o-, cid
[tjid] = lat. quid < *kwid, cyavate [tjjavate:] ‘hreyfist’ < *k(wHeue-
toi)P
Undantekningar frá hljóðréttri lengingu g á undan j koma vissulega
fyrir, sbr. hinar „reglulegu“ myndir fomíslenzku sagnanna segia og
þegia (með <gi> = [jj]) andspænis seggia í vísuorði Amunda Ama-
11 1 fomnorrænu myndunum sem fær. gjarna og kjálki em komin af er j-ið reyndar
orðið til úr e við a-klofningu. Allt bendir til að uppgómmælt lokhljóð á undan e hafi
þegar í fmmnorrænu orðið að tilsvarandi framgómmæltu hljóði.
12 Fomindverska (sanskrít) tilheyrir, eins og kunnugt er, hinum svokallaða satom-
flokki indóevrópskra mála. 1 þessum flokki missa kringd gómhljóð (kw, gw, gwh)
kringingarþátt sinn og falla saman við uppgómmælt lokhljóð (k, g, gfj.
13 Eins og sjá má á dæmunum hefur j horftð á eftir framgómuðu hljóði í færeysku
en í fomindversku hefúr það haldizt. í miðindverska málinu palí hefur það hins vegar
fallið brott, sbr.jefíha- ‘máttugastur, elztur’ (: find.jyegha-), cava-ti ‘hreyfist’ (: find.
cyávate).
Ekki ólíkt þessu er munur á kj í framstöðu og innstöðu á eftir uppmnalega stuttu
rótarsérhljóði í íslenzku fom- og nýmáli. í fommáli höfðu myndir eins og kiarr og
vekia hljóðasambandið [c+j]. í innstöðu er þetta staðfest af kveðskap, sbr. notkun
vekia í niðurlagi dróttkvæðra ljóðlína (t.d. Þik sák Þorgils vekia — Sturla Þórðarson,
Þverárvísur 1; hér er fyrra atkvæðið í vekia lokað og þar með langt, þ.e. atkvæðaskilin
vom á milli k og i). í nýmáli er j-ið á eftir hinu framgómmælta lokhljóði hins vegar
horfið (kjarr [char:], vekja sunnl. [ve:ja], norðl. [ve:cha]) og því er fyrra atkvæðið í
vekja opið og sérhljóð þess langt (um lengdarreglur áherzlusérhljóða í nýíslenzku sjá
Jón Axel Harðarson 2003:61-63 (einkum nmgr. 8) og Kristján Amason 2005:202.
Tekið skal fram að í eldri fomíslenzku (og fomnorrænu) hafa myndir eins og vekja
eflaust haft langt k [c:] mun oftar en síðar varð. Þetta langa k var hljóðrétt á milli stutts
sérhljóðs og j, sbr. veckia AM 237 a fol. lvb 11 (frá miðbiki 12. aldar eða skömmu
síðar). Síðar hefur áhrifsmyndun (útjöfnun innan beygingardæmis) oft valdið því að
stofnbrigði með stuttu k hafa verið alhæfð (sbr. nmgr. 17).
1 framstöðu hefúr einnig orðið sú breyting á gj frá fommáli til nýmáls að j féll brott
á eftir hinu framgómaða hljóði.