Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 201
Ritdómar
199
spáir. Það er því ekki jafn sjálfgefíð og kemur fram í Setningum að aðgreiningin á
milli formgerðarfalls og orðasafnsfalls sé vel ígrunduð.
Orðasainsfalli hefur einnig verið skipt í reglufall og furðufall og nú gæti einhverj-
um dottið í hug að segja að þær spár sem tilgreindar eru í (5) gildi einungis um furðu-
fall og ekki reglufall. Þetta vekur aftur upp þá spumingu hvemig sé almennt greint á
milli þessara tveggja. í upphafi þessarar aðgreiningar, á seinni hluta níunda áratugar-
ins, var yfirleitt litið þannig á að þágufall á frumlögum væri reglufall en þágufall á
andlögum væri furðufall. Það var ekki fyrr en eftir að ég benti á það í grein frá 1993
(Jóhanna Barðdal 1993) að margar hreyfingarsagnir deila út þágufalli til andlaga
sinna sem farið var að líta þannig á að andlagsþágufall með hreyfingarsögnum væri
reglufall. Þetta vekur aftur upp þá spumingu að hve miklu leyti hugtakið furðufall beri
vott um skort á rannsóknum á þágufallsandlögum.
Jafnvel þótt hér yrði greint á milli reglufalls og furðufalls og sjónum fyrst og fremst
beint að furðufalli standast spámar i (5) ekki hvort eð er. í fyrrgreindri rannsókn minni
á nýjum tökusögnum í íslensku, sem náði til 107 tökusagna, deildu 39 tökusagnir
þágufalli til andlaga sinna. Þar af vom 22 tökusagnir sem gátu talist til hreyfmgarsagna.
Hinar 17 verða því að teljast úthluta furðufalli. Þetta sýnir það að nýjar sagnir í íslensku
deila líka út fúrðufalli til andlaga sinna og ekki bara reglufalli. Ef borinn er saman fjöldi
þeirra þágufallsandlagssagna sem koma fyrir í textum (Jóhanna Barðdal 2008b) er um
að ræða 105 nf.-þgf sagnir í fommálstextunum (31,6% af heildarsagnafjölda andlags-
sagna) og 141 nf.-þgf. sögn í samsvarandi nútímamálstextasafni (34,7% af heildar-
sagnafjölda andlagssagna). Af þeim 105 sagnasamböndum sem taka nf.-þgf. í fom-
málstextunum em 15 sem tákna hreyfingu og 90 sem gera það ekki, þ.e. um 85,7% af
þessum andlögum falla því undir skilgreininguna á furðufalli. Af 141 nf.-þgf. sögn sem
er að finna í nútímamálstextunum em einnig 15 sagnir sem tákna hreyfmgu í burtu frá
staðnum. Það merkir að 126 sagnir af 141, eða 89,4%, deila út fúrðufalli til andlaga
sinna. Þessar tölur sýna það að það er meira um furðufallsþágufall á andlögum í nútíma-
málstextum en í samsvarandi fommálstextum, þ.e. 89,4% á móti 85,7%. Að lokum má
geta þess að í gögnum Herdísar Þ. Sigurðardóttur (2002:127) er ekki hægt að sjá að böm
geri færri villur með þeim sögnum sem deila út reglufallsandlagi en þeim sem deila út
furðufallsandlagi. Með sögninni gleyma er notað fúrðufall í 89,3% tilvika á meðan
reglufall er notað með sögninni kasta í 86% tilvika. Þessar tölur em ekki reglufalli í hag.
Það er því nokkuð ljóst að jafnvel þótt tekið sé tillit til hinnar vafasömu aðgreiningar á
milli reglufalls og fúrðufalls standast spámar í (5) eigi að síður ekki, sem aftur mælir
hreint og beint gegn þessari aðgreiningu.
3.5 Forsetningarliúir i hlutverki rökliðar
A bls. 353 er fjallað um órúmar sagnir og bent er á að forsetningarliðimir í eftirfar-
andi dæmum teljast ekki til rökliða þótt þeir séu skyldubundnir:
(6)a. Það slokknaði á perunni.
b. Það leið yfir manninn.
c. Það marrar í hjörunum.