Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 196
194
Ritdómar
er hægt að færa fremst með spumarfærslu og stílfærslu má nota til þess að færa hausa
i frumlagssæti aukasetninga. Kaflanum lýkur með yfirliti yfír brúar- og þolfallsleysis-
sagnir í íslensku.
Sjötti og síðasti hluti bindisins, tveir kaflar, fjallar um hlut setningafræðinnar inn-
an annarra sviða málffæði, svo sem í málbreytingum, máltöku, málstoli, tungutækni
og orðræðugreiningu (bls. 601-695). I 15. kafla er fjallað um setningafræðilegar
breytingar í sögu íslenskunnar. Gerð er lítillega grein fyrir breytingum á stílfærslu,
boðhætti, stöðu sagnar í persónuhætti aftast í setningu, sögn í þriðja sæti, breytilegri
orðaröð innan nafnliðarins, nafnorðum sem deila út þágufalli, hugsanlegum óákveðn-
um greini, hátta- og tíðanotkun í aukasetningum, tilvísunarfomöfnum, spumarfor-
nöfnum, spumartengingum, öðmm tengiorðum, frumlagsfærslum í þolmynd og með
lyftingarsögnum, tilkomu gervifrumlagsins það, aukafallsfrumlögum, tilvísun for-
nafna, tilkomu hjálparsagna og hjálparsagnasambanda ásamt hvarfi beygðs lýsingar-
háttar. ítarlegar er síðan gerð grein fyrir breytingum ffá fomu máli til nútímamáls á
stöðu frumlags og sagnar, orðaröð innan sagnliðarins og nafnliðaeyðum. Breytingar á
þessum þremur sviðum eru þær meginbreytingar á setningagerð sem orðið hafa í sögu
íslenskunnar enda em það einkum þessi atriði sem nútímalesandi hnýtur um í fom-
málstextum.
í 16. og síðasta kafla bókarinnar er sjónum m.a. beint að bamamáli og bamamáls-
rannsóknum í íslensku, þ.m.t. orðaröð og stöðu sagnarinnar, þróun spumarsetninga, og
notkun og skilningi bama á tilvísun persónufomafna og afturbeygðra fomafna. Setning-
ar, setningagerðir og setningarffæði gegna einnig mikilvægu hlutverki i málstoli og
málffæðistoli hjá sjúklingum sem hafa fengið slag eða heilablóðfall því að ákveðin
tegund málffæðistols ræðst einmitt á mismunandi gerðir setninga. Því meir sem setn-
ingagerð víkur ffá sjálfgefinni orðaröð því erfiðara virðist vera fyrir sjúklinga með
málffæðistol að túlka hana. Með aukinni tæknivæðingu hefur einnig orðið til nýtt svið
innan málffæðinnar, tungutækni, en hún miðar að því að láta tölvur greina og vinna með
mannlegt mál og þar em liðskipun og setningaskipun lykilhugtök. Að lokum er gefið
yfirlit yfir viðfangsefni orðræðugreiningar en undirgreinar hennar em t.d. samtalsgrein-
ing, samskiptamálffæði, mælskuffæði og málnotkunarffæði. Ein megineining orðræðu-
greiningarinnar er samtalslotan en hún er að mestu leyti byggð á setningum og setn-
ingarliðum. Að því leytinu til styðja orðræðugreining og setningaffæði hvor aðra
3. Umfjöllun
3.1 Fjarvera dœma í málkunnáttufrœði
Á bls. 14 segir:
Mállýsing sem byggist eingöngu á söfnun dæma, t.d. úr rituðu máli eða töluðu,
hefur einn alvarlegan annmarka, einkum þegar um er að ræða setningafræðilega
lýsingu. Við vitum ekki fyrir víst hvað það þýðir ef við finnum ekki dæmi um
tiltekna setningagerð. Er ástæðan sú að setningagerðin er ótæk eða er hún bara
sjaldgæf...