Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Page 55
Eigin(n) 53
lærð heldur ómeðvituð. Ef fólk hefði meðvitað tamið sér hina fomu
beygingu væri hún varla nánast einskorðuð við ef.kk./hk.et.97 Meðal
dæmanna 12 ffá fyrri hluta 20. aldar hefur myndin eigins ekki þessa
sérstöðu; aðrar beygðar myndir, sem skoðaðar vom, em samtals fleiri
en dæmin um eigins.
En hvað sem þessum beygðu myndum líður em 82 dæmi á tæpri
öld í sögu dagblaðs afar lítið þegar litið er til fjölda síðna með mynd-
inni eigin. Þær reyndust 129.856 og á sumum síðunum em vitaskuld
fleiri en eitt dæmi um myndina.98 Og í sumum árgöngum Morgun-
blaðsins em alls engin óvænt beygð dæmi. Um ungar myndir beygð-
ar að fomum hætti og ástæður þeirra verður áfram rætt í 5.3.1.
5.2.2 Annars konar frávik
Frávik frá ríkjandi beygingu geta falist í öðm en því að myndir séu
beygðar að fomum hætti. Hér verða sýnd nokkur slík dæmi frá 19. og
20. öld.
I (37) má sjá beygða mynd en þetta er þó ekki mynd beygð að fom-
um hætti því að stofninn er hér ósamandreginn; þama hefði frekar
mátt búast við samandreginni mynd, eigna:
97 Aðeins fimm beygðu dæmanna frá s.hl. 20. aldar eru um aðrar myndir en eig-
,ns- Eitt af þeim er í tilvitnun í orð Einars Ól. Sveinssonar svo að kannski er eðlileg-
ast að telja það lærða notkun og líta fram hjá því. Þá eru fjögur dæmi eftir: eiginna, 3
dæmi, og eiginnar, 1 dæmi. Þrjú af þessum fjórum dæmum standa í þannig samhengi
að nafeorðið er undanskilið, sbr. (i):
(i) Wallace og Benson geta ýmissa rannsókna auk sinna eiginna [ef.kvk.ft.].
(Morgunblaðið 30. maí 1972)
Ef til vill beygir fólk orð (sem það er annars ekki vant að beygja) frekar við setninga-
fræðilegar aðstæður sem þessar. (Um óvæntar beygðar eignarfomafnamyndir í slíku
samhengi, sjá Katrínu Axelsdóttur 2002:138-139, 141). Nokkur dæmanna um eigins
koma líka fyrir í þess konar samhengi, en flest dæmin um þá mynd eru þó næst á und-
an nafnorði (eigins aksturs). Það virðist því sem beygðu myndimar komi ekki allar
fram af sömu ástæðum, en þetta em auðvitað alltof fá dæmi til að hægt sé að draga af
þeim miklar ályktanir.
78 Ekki er hægt að segja að þetta séu allt dæmi um óbeygða mynd; t.d. hafa
nf.kvk.et. og nf./þf.hk.ft. sömu myndina, eigin, hvort sem um er að ræða beygt orð
(eiginn) eða óbeygt (eigin), sbr. töflu 3.