Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 53
Eigin(n)
51
b. Skal það jafnan gert er fastur lögráðamaður hefur eiginna
[ef.kk.ft.] hagsmuna að gæta við þann erindrekstur.
En þótt þessi beygðu dæmi hafi komist á prent undir lok síðustu aldar
er lagatextinn mun eldri. Dæmið í (36a) er í lögum frá árinu 1922 og
textinn í (36b) er upphaflega frá 1947 (Lagasafn II 1991:1631, Laga-
safn II 1984:2139). Dæmin eru því frá fyrri hluta 20. aldar.
Þessi beygðu dæmi er ekki að fínna lengur í lögum. Lögin sem vitn-
að er til í (36a) eru ekki lengur í gildi. Það eru lögin sem vitnað er til í
(36b) ekki heldur, en umrætt ákvæði var þó tekið upp í lög frá 1997.
Þar er samt sá munur að myndinni eiginna hefur verið breytt í eigin.92
Tvö yngstu dæmin um beygðar myndir sem hér hafa verið rædd,
(35d) og (36b), eru bæði frá því skömmu fyrir miðja 20. öld. Þeir sem
þama vom að verki vom Vilmundur Jónsson landlæknir (1889-1972)
og Þórður Eyjólfsson hæstaréttardómari (1897-1975).93 Auðvitað er
alls ekki víst að áhrifa málfarsleiðbeininga á borð við þær sem sjá
mátti í (34) hafi enn gætt þegar þeir vom í skóla. En hafa verður í huga
að þeir vom menntamenn og líklegir til að þekkja beygðar myndir úr
skrifum þeirra sem notuðu beygðar myndir á 19. öld og snemma á 20.
öld, eða þekkja þær úr fomum ritum.
Morgunblaðið frá 1913-2000 er nú aðgengilegt á netinu og hægt
er að leita að orðum í því (www.timarit.is). Argangamir spanna mest-
alla síðustu öld og því forvitnilegt að kanna hvort eitthvað bólar þar á
óvæntum beygðum myndum. Leitað var að nokkmm myndum hins
foma beygingardæmis eiginn, myndunum eignu, eigins, eiginni, eig-
innar og eiginna.94 Við þá leit fundust 82 dæmi, að frátöldum örfáum
tilvitnunum í 19. aldar rit.95 í ljósi þess sem hér hefur komið fram um
1)2 Þetta eru lög nr. 71/1997 (sjá Alþingistiðindi 1996-1997 1997:3663).
93 Þórður Eyjólfsson samdi lagafrumvarpið frá 1947 (Alþingistíðindi 1946
1947:789, sbr. 787, 798).
,4 Ekki var leitað að myndunum eignum, eignir, eigna og eignar þar sem þetta eru
algengar nafnorðsmyndir. Fjöldi fundinna dæma hefði orðið gríðarlegur og seinlegt
verk að vinsa úr lýsingarorðin ef einhver væru, enda þarf að leita að hverju og einu
dæmi á sinni blaðsíðu.
95 Tölvuleitin leiðir reyndar í ljós nokkru fleiri dæmi, eða 145. Það sem munar hér
ffla rekja til prentvillna (oft er t.d. eiginni ritvilla fyrir nafnorðsmyndina eigninni) eða