Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Blaðsíða 13
Eigin(n)
11
spak-i samverkamaður, þessi spak-i samverkamaður).5 Þetta er stund-
um kallað ákveðinn háttur (sjá t.d. Höskuld Þráinsson 2005:49).
Orðin í flokki 2 fá við slíkar aðstæður ekki sérstaka beygingu (hring-
laga fletir, hringlaga fletirnir, þessir hringlaga fletir).6
Loks má geta þess að orðin í flokki 1 stigbreytast með viðskeytum
(,spakari, spakastur), en þau orð í flokki 2 sem stigbreytast á annað
borð gera það yfirleitt með atviksorðsmyndum (meira pirrandi, mest
pirrandi)?
2.3 Beyging lýsingarorðsins eigin(n)
Lýsingarorðið eigin(n) mun upphaflega vera lýsingarháttur þátíðar af
sögninni eiga (sjá t.d. Noreen 1923:351). Þess vegna mætti búast við
því að orðið beygðist eins og aðrir lýsingarhættir (eignir peningar, af
eiginni reynslu), þ.e. alveg eins og lýsingarorð á borð við feginn. Sú
er ekki raunin og reyndar fellur hin almenna beyging orðsins í nútíma-
máli hvorki í flokk 1 né 2 sem lýst var hér að framan. Segja má að hin
almenna beyging orðsins í nútímamáli sé eins og blanda af flokkunum
tveimur. Beygingin er sýnd í töflu 3.8
5 Reyndar er beyging orða eins og miðaldra og hringlaga stundum kölluð veik í
málfræðiritum (sjá t.d. Valtý Guðmundsson 1922:96). í þessari grein erhugtakið veik
beyging aðeins notað um þá sérstöku beygingu sem orðin í flokki 1 fá við ákveðnar
setningafræðilegar aðstæður (spaki maðurinn).
6 Fólk virðist raunar sneiða hjá því að nota sum orðanna í flokki 2 næst nafnorð-
um með greini (*hissa mennirnir, *töff strákarnir).
7 Guðrún Kvaran (2005:346) segir reyndar að tökulýsingarorð (en þau eru hér tal-
in til flokks 2) stigbreytist með -ari og -astur og nefnir nokkur dæmi, s.s. kúl - kúlari
- kúlastur. En það er ekki algilt. Til dæmis stigbreytist orðið kúl stundum með meira
og mest og sum tökuorð stigbreytast eingöngu, eða nær eingöngu, með meira og mest,
s.s. intressant og sexí.
8 Beygingin í töjlu 3 er sú beyging sem fólk virðist yfirleitt nota og lýst er allvíða
sem beygingu nútímamáis, sjá t.d. Cleasby 1874:119, Bandle 1956:315 og málfars-
banka íslenskrar málstöðvar (www.amastofnun.is) undir orðinu eigin. (Ekki er þó í
öllum lýsingum gert ráð fyrir stafsetningarafbrigðinu eiginn í nf./þf.kk.et. eins og hér
er gert.) En oft er erfitt er að ráða af handbókum og orðabókum hvaða hugmynd höf-
undar gera sér um beyginguna. Valtýr Guðmundsson (1922:95) telur orðið upp með
lýsingarorðum sem beygjast eins og heiðinn, en segir þó „dog hyppigst ubojeligt i
Formen eigin“. Svipuð lýsing er hjá Kress 1982:88. Hjá Sigfúsi Blöndal 1920-1924
og í íslenskri orðabók (2002) era gefin upp tvö orð, hið beygða eiginn og hið óbeygða