Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 203

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2007, Side 203
Ritdómar 201 persónulega eiginleika frumlagsins (e. verbs denoting personal properties, sbr. Jóhönnu Barðdal 2004). Það að vera ekki launung á einhverju merkir það sama og að ‘fara ekki dult með eitthvað’ og það er töluvert mikið af sagnasamböndum í íslensku sem taka þágufallsfrumlag og tákna einhvers konar máltjáningu (sbr. Jóhönnu Barð- dal 2004:113-114). í setningu eins og (9b) hér að ofan hefur sá aðili sem frumlagið vísar í, þ.e. Jón, sagt frá einhverju. Hvemig í ósköpunum getur Jón þá verið skynj- andi/reynandi? Ég hef bent á það í mínum rannsóknum að notkun merkingarhlutverka eins og þeirra sem almennt er gengið út ffá í setningafræðilegri greiningu leiðir einmitt til þess að sagnasamböndum er skipt í mjög grófa flokka sem passa ekki alltaf vel við þann málfarslega raunveruleika sem um er að ræða. Það er því mun vænlegra til árangurs að halda greiningunni við sagnflokka og gera ráð fyrir því að merkingar- hlutverk séu ekki sjálfstæðar stofneindir í setningafræðilegri greiningu heldur leiddar af sagnflokkunum og merkingu þeirra. Þar með eru það sagnir og sagnflokkar sem em hinar sjálfstæðu stofneindir á meðan merkingarhlutverkin em afleiður (e. derivatives). Sá útgangspunktur leiðir ekki til ankannalegra greininga eins og þeirrar að Njáli í Njáli óx ekki skegg og Honum í Honum talaðist vel sé einhvers konar reynandi eða skynjandi, þvert gegn innsæi íslenskra málhafa. Svipaða gagnrýni má setja fram um greiningu andlaga í merkingarhlutverk eftir fallmörkun. Nokkrir flokkar sagna em taldir upp á bls. 384 sem taka þágufallsandlög, svo sem hreyfingarsagnir, sagnir sem tákna stjóm farartækja, losun efna úr líkaman- um og fæðingarsagnir. Nokkrir flokkar em einnig taldir upp sem taka þolfallsandlög, svo sem sagnir sem tákna að koma einhverjum í tiltekið hugarástand, búa eitthvað til og breyta ástandi einhvers. Ég vil hér geta þess að í rannsókn á 491 áhrifssögn í íslensku, þ.e. 303 þolfallssögnum og 188 þágufallssögnum, hefúr komið í ljós að við- komandi þolfallssagnir skiptast í 46 sagnflokka á meðan þágufallssagnimar skiptast í 33 sagnflokka. Þetta gagnasafn með 491 áhrifssögn er þó aðeins lítill hluti af þeim þolfalls- og þágufallssögnum sem taldar em upp í íslensk-enskri orðabók (1989) því þar er fjöldi þolfallssagna 1.381 á móti 738 þágufallssögnum (sjá Jóhönnu Barðdal 2008). Út frá þessu virðast þær upplýsingar, sem hér em veittar um fjóra flokka sagna sem deila út þolfalli til andlaga sinna og fjóra flokka sagna sem deila út þágufalli, byggjast á heldur ónákvæmum rannsóknum. 3.5 Þolmynd, miðmynd og st-sagnir I umræðunni um þolmynd, miðmynd og st-sagnir í 8. kafla er miðmynd skipt upp í þrjár gerðir miðmyndar, þ.e. miðmynd í þolmyndarmerkingu, miðmynd í afturbeygðri merkingu og miðmynd í gagnverkandi merkingu (bls. 393). Ég vil nota tækifærið hér til þess að gagnrýna þá hefð sem til hefúr orðið í íslenskri málffæði að tala um „mið- mynd með þolmyndarmerkingu" í dæmum eins og eftirfarandi: (10)a. Stóllinn eyðilagðist. b. Borðið færðist úr stað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.