Ritmennt - 01.01.1998, Qupperneq 61
RITMENNT
AÐ YRKJA ÚR ÍSLENSKU
hún auðvitað talsvert frá bókstaf frumtextans - en einungis til þess að reyna að koma anda
hans betur til skila.
Gagnstætt vandamál kom upp við þýðingu annarrar línu kvæðisins. Jónas var landfræð-
ingur og jarðfræðingur og mörg af ljóðum hans lýsa tilteknum stöðum á Islandi. Mér tók að
finnast að algeng landslagseinkenni ættu því aðeins að koma fram í þýðingunum að þau
væru til staðar í því landslagi sem verið var að lýsa. Þetta þýddi að ég varð oft að gera mér
ferð til þeirra staða sem um er að ræða til þess að komast að því nákvæmlega hvernig þeir
líta út og hvaða hömlur því væru settar að setja eitt landslagseinlcenni í staðinn fyrir annað.
Þannig hefði önnur ljóðlínan í „Ólafsvík Headland" vel getað endað á orðinu „strand":
áhættulaust val, staðfræðilega séð, en óæskilega „slcáldlegt" orð á ensku og einnig (í sam-
henginu) altækt og óspennandi. „Sand" er ákjósanlegra: nákvæmt og hlutstætt. En er sand-
ur undir Ólafsvíkurenni? Já, reyndar. Dásamlegur svartur sandur. Til þess að sannreyna það
þurfti að fara á staðinn. (Takið eftir að síðustu tvær línur þýðingarinnar innihalda upplýsing-
ar - um drukknun Eggerts - sem eru ekki settar fram berum orðum í frumtextanum en voru
vitneskja sameiginleg Jónasi og lesendum hans.)
Ferðalög af því tagi sem hér hefur verið lýst - og þau urðu mörg - leiddu stundum af sér
smágerðar, stundum verulegar breytingar á þýðingum í vinnslu. Hér kemur, sem dæmi, ljóð
Jónasar „Drangey",24 upplcast (án stuðlunar) frá því fyrir, og seinni gerð frá því eftir að ég fór
út í eyjuna sumarið 1996:
Drangey (gerð 1)
Tindastóll's glimmering summit
shimmers three leagues away.
Mælifell Peak sits watcliing
what happens in tlie bay.
Drangey (gerð 2)
Tindastóll's twilit summit
trembles three leagues away.
Mælifell, towering mutely,
measures the darlcening bay.
There Drangey juts from the ocean,
screaming with seabird song,
while round its roclcs are sporting
whales in a bellowing throng.
A lone ram wallcs the island,
where high above the tide
Illugi sits despairing
by his dying brother's side.
Drangey looms in the deep there,
dinning with seabird songs;
under its walls are wheeling
whales in clamorous throngs.
Grazing its grassy summit
a gray ram wanders wide
where Illugi drinlcs the darlcness
by his dying brother's side.
24 Tíbrá frá Tindastóli
titrar um rastir þrjár;
margt sér á miðjum firði
Mælifellshnjúkur blár.
Þar rís Drangey úr djúpi,
dunar af fuglasöng
bjargið, og báðurn megin
beljandi hvalaþröng.
Einn gengur hrútur í eynni,
Illugi Bjargi frá
dapur situr daga langa
dauðvona bróður hjá.
57