Ritmennt - 01.01.1998, Síða 64
DICK RINGLER
RITMENNT
High overhead their torches kindle,
holding a dance of radiant bliss.
Swiftly, alas! they dim and dwindle,
dying away in the cold abyss.
Where do they come from? Where do they go?
We here on earth will never know. (JH II, 8.)
Ljómar um stund á himni háum
hverfula blysið norðurheims,
lítur til vor frá brautum bláum
og burtu flýr í dimmu geims.
Hvaðan það kom og hvert það leið
hylst oss um jarðar daga skeið.
Að lokum ætla ég að leyfa mér þann munað að birta þrjú lítil dæmi um þýðingar sem ég var
(og er) sérstaklega hreykinn af.
Eftir langar vangaveltur varð ég mjög ánægður þegar mér datt í hug að kalla Hraundranga
Steeple Rock á ensku. Engin bókstafleg eða nærri bókstafleg þýðing virtist geta fallið að orðfær-
inu í „Journey's End" (Ferðalok). Og ég vissi að þessi klettadrangur hafði verið nokkurs konar
fyrirmynd Guðjóns Samúelssonar þegar hann teiknaði turn Hallgrímskirkju í Reykjavík.-26
I þýðingu minni á einu af eldri ljóðum Jónasar, „Dalabóndinn í óþurrknum" (JH IV, 1) -
Goddess of drizzle,
driving your big
cartloads of mist
across my fields!
Hví svo þrúðgu þú
þokuhlassi
súldanorn
um sveitir ekur? -
var mér sl<emmt - vegna þess sem ég veit um íslenslcan landbúnað á dögum Jónasar - yfir
því að enska orðið mist (gersamlega sjálfsögð þýðing á orðinu þoka) slcyldi falla svona ná-
lcvæmlega saman við þýslca orðið Mist sem merkir bæðir tað og mistur.
Og svo eru nokkrir staðir í þýðingum mínum þar sem ég svík það loforð mitt að bergmála
ekki annan enslcan slcáldslcap. Fyrstu tvær línurnar í þriðja erindi í þýðingunni á „Tómasar-
haga" (JH IV, 46) -
Wide is the Dancing Desert, Spordrjúgur Sprengisandur
distant the weeping sea og spölur er út í haf -
hefðu aldrei telcið á sig núverandi mynd hefði ég elclci verið lcunnugur ballöðum Charles
Causleys. Og ég verð að viðurkenna að ég er drjúgt ánægður með „Dancing Desert" sem
lrljómar lílct Causley - þó að það sé kannslci elclci tiltalcanlega nálcvæm þýðing á orðinu
Sprengisandi.27
Mér finnst viðeigandi, að síðustu, að birta tvær þýðingar umsagnarlaust, einfaldlega sem
dæmi um þýðingar og elclci til að sýna nein sérstölc vandamál eða lausnir. Ég valdi þessar
26 Sjá Jónas Jónsson og Benedikt Gröndal. íslenzk bygging. Brautryðjandastarf Guðjóns Samúelssonar, bls. 13.
27 Og þó - og þó - þaö er ckki alveg út í hött. Mér finnst þýðingin góð og gild vegna þess að (1) „to spring (or leap
or bound)" er upprunaleg merking sagnarinnar springa, sem sprengja er leitt af, og (2) sandbyljir eru algengir á
þessum slóðum. Stundum finnst mér að „Deadhorse Desert" sé nákvæmari þýðing; en hún hefur í för með sér
eins konar kúrekastemningu sem á illa við kvæði Jónasar.
60