Ritmennt - 01.01.1998, Side 115
RITMENNT 3 (1998) 109-31
Davíð Ólafsson
Dagbælcur í handrita-
deild Landsbólcasafns
Eitt helsta vandamál félagssögunnar er hversu skortir á heimildir um daglegt líf fólks
af alþýðustétt. í handritadeild Landsbókasafns eru varðveittar gríðarmiklar heimild-
ir um lífið í landinu síðustu aldir, persónuleg skrif fólks er varða það sjálft, tengsl
þess við aðra og umhverfið allt. Meðal þessara persónulegu heimilda eru skráðar dag-
bækur tæplega 200 einstaklinga frá síðastliðnum tveimur öldum, bænda og presta,
vinnumanna, lausamanna, fræðimanna, embættismanna og listamanna. Dagbækur
þessar eru mjög ólílcar að formi ög innihaldi en allar geyma þær brot af lífssögu fólks
og brot af gleymdum tíma.
Dagbækur lífsins
Það var skelfilegt, hvað fólk var búið að týna miklu af því,
sem kornið hafði fyrir í byggðinni, og ég skildi vel af
hverju það var, eftir að ég fór að halda dagbók. Það var af því,
að það hafði aldrei haldið dagbók, aldrei skrifað neitt hjá sér.
Þess vegna er allt það fína gleymt, aðeins hrossalegustu við-
burðirnir, sem hafa varðveitzt, svona meira eða minna og
margt afbakað. Og ég hugsaði oft: „Goðarnir hefðu átt að
halda dagbækur yfir það sem kom fyrir í goðorðunum, og síð-
an prestarnir yfir það, sem skeði í prestaköllunum. Og þeir
hefðu átt að geyma þær í læstum kistum og vel sterkum, svo
að þær týndust ekki. Og þeir hefðu átt að skera út framan á
kisturnar: í þessari kistu eru geymdar dagbækur lífsins, sem
aldrei mega glatast. Ef þetta hefði verið gert, þá væri nú
feiknaleg kynstur af alls konar fróðleik, sem nú er týndur, og
lífið orðið rniklu ríkmannlegra og meira gaman að lifa."
Þannig skrifaði Þórbergur Þórðarson í bók sinni Um lönd og
lýöi' árið 1957 og tilefnið var hugleiðingar hans um náttúru og
1 Þórbergur Þórðarson. Um lönd og lýði, bls. 79. Orð Þórbergs lýsa kannski
frekar annál en dagbók samkvæmt nútímaskilningi en ef kannaðar eru elstu
109