Ritmennt - 01.01.1998, Page 119

Ritmennt - 01.01.1998, Page 119
RITMENNT DAGBÆICUR í HANDRITADEILD LANDSBÓKASAFNS inu, en þessir menn voru handhafar opinberrar menningar og þeirra var valdalcerfi hins ritaða orðs. í öðru lagi tryggði staða þeirra varðveislu bókanna fram yfir þá sem minni voru verald- legra umsvifa. Handrit þeirra og einltaskjöl voru hálfopinber og því ástæða til að halda þeim til haga. Lagskipting samfélagsins og verkaskipting lærðra manna og leikra svo og karla og kvenna takmarkar þannig samsetningu hópsins á tvennan hátt: Annars vegar hverjir skrifa og hins vegar hvað er varðveitt. Leiða má að því líkur að ákveðnar breytingar verði á báðum þessum þáttum í tímans rás og nokkuð samhliða. Elsta dagbólc sem varðveitt er í handritadeildinni er rituð af þeirn fræga rnanni Jóni Ólafssyni Grunnvíkingi (1705-99). Frum- rit þeirrar bókar er reyndar geymt í Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn, en hér er um að ræða uppskrift frá upphafi 20. aldar.3 Dagbókin hefst um nýár 1725 þegar Jón var skrifari Páls Vídalín lögmanns, og segir í upphafi einkum frá gestakomum að Víðidalstungu og ferðurn lögmannsins, tengdum málaferlum og dómsmálum. Færslurnar eru óreglulegar í uppliafi en verða reglulegri eftir því sem á líður. Síðan segir af siglingu Jóns til Noregs sama ár og námsdvöl hans í Kaupmannahöfn, en dagbók- in nær til ársins 1731. Nokkrar dagbækur 18. aldar eru tengdar vísindastörfum, Jreirra helstar bækur Bjarna Pálssonar (1719-79) frá rannsóltnarferðum hans og Eggerts Ólafssonar um landið 1753-57 og lækningadagbækur hans frá 1755 til 1761.4 Dagbæk- ur annars læknis, Sveins Pálssonar (1762-1840), eru einnig að mestu helgaðar vísindastörfum. Uppistaðan í dagbókakosti hans eru almanök með dagbókarfærslum og athugasemdum sem varð- veitt eru frá flestum árum á milli 1779 og 1840.5 Til viðbótar eru varðveittar veðurbælcur Sveins, annars vegar haldnar í Vík í Mýr- dal 1812-40 og hins vegar veðurtöflur, skráðar víða um land ár- ið 1792 og hugsaðar sem eins konar forskrift í veðurbókahaldi.6 Uppskrift sr. Ólafs Ólafssonar af dagbókum fóns Grunnvík- ings. 3 Lbs 895 8vo - Dagbók Jóns Ólafssonar Grunnvíkings f uppskrift sr. Ólafs Ólafssonar frá árinu 1907. 4 ÍB 8 fol - Dagbókarblöð úr ferðum Bjarna Pálssonar og Eggerts Ólafssonar 1753-57. ÍB 9 fol - Lækningadagbók Bjarna Pálssonar 1755-61. 5 ÍB 2-4 8vo - Almanök með minnisfærslum Sveins Pálssonar 1779-87, 1792-99, 1806-12, 1814-29, 1831-36 og 1832-40. 6 ÍB 22-23 4to - „Meteorologiske Optegnelser", þ.e. veðurbækur Sveins Páls- sonar haldnar í Vík í Mýrdal 1812-40. Þar er á stundum getið daglegra við- burða. Lbs 306 4to - Veðráttutöflur haldnar af Sveini Pálssyni 1792. 113
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.