Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 12

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 12
ihlut hans. Grátlegt er til þess að vita, að annar eins trúmaður og trúarskáld og séra Einar skyldi ekki vera svo efnum búinn, að hann gæti staðið í skilum, er hann fékk Guðbrandsbiblíu, þegar hún kom út. En hún varð honum fjár- hagslegt ofurefli, enda var hún dýr. Bisk- up lánaði honum eitt eintak, en prestur seldi það, líklega vegna fjárskorts. Segist herra Guðbrandur einhvers staðar hafa fengið hjá séra Einari upp í biblíuna „hest, 1 hundr., ekki meir“. Séra Einar var tvíkvæntur, og var síð- ari kona hans nokkuð biluð á geðsmun- um, og kom sú veila fram í ýmsum af- komendum þeirra. Séra Einar átti fjölda barna og virðist hafa verið góður og ást- ríkur heimilisfaðir, enda orti hann mörg kvæði til barna og lét það vel. Eftir- farandi línur úr einu kvæði hans sýna hve vel hann kunni að meta böm og hugsunarhátt þeirra: Ekki fœri eg eldri mönnum óðinn þenna. Bömunum þykir mér bezt að kenna, sem böguna hverja læra nenna. Hefir líklega hvort tveggja verið: að séra Einar hefir verið afbragðs kennari, og svo hitt, að skólafargan og námsleiði vorrar aldar hafa þá ekki verið komin til sögu til að drepa niður námsgáfur og fróðleiksfýsn barnanna. Oddur Einarsson fékk skjótan frama. Hann varð biskup í Skálholti 1589, og stóð þá ekki lengi á því hjá honum að greiða götu föður síns. Tók biskup óðara hann og allt skyldulið hans, alls 16 manns, suður í Skálholt og ól önn fyrir öllum hópnum heilan vetur, sem var auk þess erfiður. Þá veitti hann föður sínum Hvamm í Norðurárdal, en skamma stund hafði séra Einar það brauð, því að haustið eftir veitti herra Oddur honum Eydali í Breiðdal, sem talið var eitt bezta 216 prestakall á Austurlandi, Jafnframt varð Einar prófastur í Múlaþingi og hlaut fleiri fríðindi. Það hefir vitardega ekki dregið úr trú hans á handleiðslu drott- ins, að svo vel og giftusamlega réðst fram úr bágindum hans og barna hans. Séra Einar Sigurðsson sat Eydali til dauðadags, 15. júlí 1626. Dauðadægur hans var í samræmi við lund hans og skapferli, friðsælt og bjart yfir því. Hann embættaði síðasta sunnudag, sem hann lifði, var á fótum síðasta daginn, kraup á kné við rúmstokkinn sinn um kvöldið og baðst fyrir, steig upp í rekkjuna og hneig út af og var þá látinn. Séra Einar var afkastamesta skáld síns tíma. Hann var Matthías aldar sinnar, trúarskáld, og létt var honum sporið í skáldskapnum. Hann hefir ort ógrynni af Ijóðum og eru þau að langmestu leyti guðrækilegs og andlegs efnis, heilræði, biblíurímur og sálmar. Þó hefir hann ort stöku kvæði annars eðlis. Hann orti til dæmis einna fyrstur Islendinga ætt- jarðarkvæði. Þar birtist oss vel hin bjarta og vongóða lífsskoðun hans, þvi að hann fer ekki eftir venjunni að for- mæla landinu og spá þvi ófarnaði, hann bendir hins vegar á kosti þess og for- da'mir ekki skóginn vegna fölnuðu lauf- blaðanna: .... þvi oftlega hefir jnig angrið hitt, að Island margir hæða. En móðurjörð er mér svo kæi', mig hefir langað, guð minn skær, að geta þess allra gæða. Jökull, sandur, aur og grjót er hér mestur á landi, blásin öll í burtu í'ót, þó byggðin viða standi, ég kann þar ekki mæla á mót, þó margar raunir grandi, því angrar mig það oft til sanns, að enginn talar um gæðin lajids, það er hinn mesti vandi. AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.