Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 14

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 14
til dæmis um eitt fegursta kvæði hans: Kvœ8i af stallinum Christi, sem kallast Vöggukvœði: Emanúel heitir hann, herrann minn enn kæri. Með visnasöng eg vögguna ]nna hræri. Nóttin sú var ágæt ein, í allri veröldu ljósið skein, það er nú heimsins þrautar mein að þekkja hann ei sem bæri. Með vísnasöng eg vögguna þina hræri. 1 Betlehem var það bamið fætt, sem bezt hefir andar sárin grætt, svo hafa englar um það rætt sem endurlausnarinn væri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Fjármenn hrepptu fögnuð þann, þeir fundu bæði guð og mann, i lágan stall var lagður hann, þó lausnarinn lieimsins væri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Lofið og dýrð á himnum hátt honum með englum syngjum þrátt, friður á jörðu og fengin sátt, fagni því menn sem bæri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. 1 Betlehem vil eg nú vikja þá, vænan svein i stalli sjá, með báðum höndum honum að ná, hvar að eg kemst í færi. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Betlehem kallast kirkjan svinn, kórinn held eg stallinn þinn, því hef eg mig þangað, herra minn, svo heilræðin að þér læri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Upp úr stallinum eg þig tek, þó öndin mín sé við þig sek, barns mun ekki bræðin frek, bið eg þú ligg mér nærri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Örmum sætum eg þig vef, nstarkoss eg syninum gef, hvað eg þig mildan móðgað hef, minnstu ei á það, kæri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Þér geri eg ei rúm með grjót né tré, gjarnan læt eg hitt í té, vil eg mitt hjartað vaggan sé, vertu nú hér, minn kæri. Með visnasöng eg vögguna þína hræri. Umbúð verður engin hér, önnur en sú þú færðir mér, hreina trúna að höfði þér fyrir hægan koddann færi. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Á þig breiðist elskan sæt, af öllum huga eg syndir græt, fyrir iðran verður hún mjúk og mæt, miður en þér þó bæri. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Skapaðu hjartað hreint í mér til herbergis, sem sómir þér, saurgan allri siðan ver, svo eg þér gáfur færi. Með visnasöng eg vögguna þina hræri. Hér birtist hrífandi viðkvæmni og ást- úð. Vér sjáum fljótt, að ekki er það ein- göngu trúartilfinning, sem liggur að baki kvæðisins. Það lýsir að visu innilegri trú, en afstaðan til Krists er önnur en sú, sem vér sjáum oftast hjá skáldum þessar- ar aldar og þótt víðar væri leitað. Skáld- ið sér ekki Jesú-bamið eingöngu sem guð- legt bam í hátíðlegri fjarlægð helgisagn- anna. Hér er ekki snefill af ofstækistrú, sem setur ótta, vítiskenningu og eilífa út- skúfun í öndvegið. Hér er mildi, ást og ylur. Gegnum ljóma kvæðisins sjáum vér ástríkan, islenzkan föður, sem lýtur nið- ur að yngsta barni sínu, glóhærðum sveini i vöggunni. Hann tekur son sinn upp og lætur vel að honum. I augum barnsins sér hann annað bam, sem hann 218 A K R A N E S
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.