Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 20

Akranes - 01.10.1957, Qupperneq 20
mikli órofaauður, sem býr yfir krafti og möguleikum til 'þess að skapa ýmist ljós- leiðir eða bölvegi, éftir því sem á málun- um er haldið. Þess vegna er svo mikils- vert, að helzt hver einasti einstaklingur sé vakandi í hugsun, og skilji og vilji velja það, sem er satt, rétt og fagurt. Þegar því marki er náð getum við treyst á gróandi þjóðlíf með þverrandi tár. Þótt segja megi með nokkrum rétti, að við Vestfirðingar stöndum í mestri þakk- arskuld við þá Núpsbræður, Kristinn og síra Sigtrygg, þá hafa störf þeirra og áhrif náð til allrar þjóðarinnar. Til þess hafa þeir bræður einnig oftast óskað, að frækorn þeirra megi bera góða ávexti langt fram i tímann, til heilla og bless- unar öldum og óbornum, og víst mun minning þeirra og áhrif lengi lifa við fjörðinn Dýra — og fagra. Hér verða nú raktir aðalþræðir í störf- um þeirra Núpsbræðra og lýst hugsjón þeirra til endurvakningar. Kristinn er nú nýfallinn frá starfi, og sira Sigtryggur hefir bráðum lokið hérvistarstörfum að heita má. En báðir hafa verið trúir hug- sjónum sínum; vaxandi að vinsældum og áhrifum og þannig uppskorið eftir því sem til var sáð. Til þess að rita ýtarlega um störf þeirra Núpsbræðra, Kristins og síra Sig- tryggs, þyrfti meira rúm en stutta tíma- ritsgrein, og einnig meiri persónulegan kunnugleika og tíma en ég hefi yfir að ráða. Ég hefi því haldið mér að aðalatrið- um og sleppt mörgu, sem ég hefi talið þýðingarminna. I. Kristinn á Núpi. Þegar nefna skal menn á Vestfjörðum, sem öðrum fremur hafa markað varanleg spor i samtíð sína, verða þar framarlega í flokki bræðurnir síra Sigtryggur GuÖ- laugsson og Kristinn bóndi Guðlaugsson að Gnúpi í Dýrafirði. Þeir bræður eru Þingeyingar og Ey- firðingar að ætt og uppvexti. En Kristinn kom i Vestfjörðu (í Dýrafjörð) 1892, að loknu námi í búnaðarskólanum að Hól- um. Var þangað ráðinn sem búfræðing- ur til búnaðarfélags Mýrahrepps, sem Gestur i Hjarðardal hafði stofnað og haft myndarlega forgöngu um. Allt frá þessum fyrstu kynnum batzt Kristinn þeim böndum við Vestfirðinga og málefni þeirra, sem entust langa og farsæla æfileið. 1894 kvæntist Kristinn Rakel Jónas- dóttur, af Víðivallaætt í Skagafirði, sem var honum góð kona og félagi til hinztu stundar Hófu þau hjón búskap að Meiri- garði í Mýrahreppi vorið 1894 °g bj uggu þar tvö ár. Jafnframt búskapnum héldu þau hjón skóla 'fyrir börn, pilta og stúlk- ur, og kenndu bæði bókleg fræði og verk- leg og lögðu með þessu óvenjulega fram- taki sinn skerf til aukinnar alþýðufræðslu í sveit sinni. Jafnframt búskapnum hafði Kristinn að sumrinu einnig með höndum vinnu fyrir Búnaðarfélag Mýrahrepps, eftir því sem óskað var og ástæður leyfðu. Strax og Kristinn hóf búskap í Dýra- firði beitti hann sér fyrir framgangi ýmissa félagslegra málefna. Hann sótti flesta sveitarfundi, og hreyfði þar oft ýmsum málum. Tók drjúgan þátt í þing- og héraðsmálafundum Vestur-fsfirðinga, sem þeir hafa haldið uppi meira en hálfa öld með sæmd og prýði, og gerðist snemma forgöngumaður í sveit sinni um bindindisstarfsemi, eflingu söngs og aukna alþýðufræðslu. Þegar búnaðarsamband Vestfjarða var stofnað 1907 af Guðjóni Guðmundssyni ráðunaut frá Finnbogastöðum í Trékyll- isvík var Kristinn einn stofnfulltrúa og tók við formennsku Sambandsins af síra 224 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.