Akranes - 01.10.1957, Síða 31

Akranes - 01.10.1957, Síða 31
finnst mér af flestum trjárn og grösum væmin og óþægileg lykt. Strax, sem hingað kom, vorum við sótt ásamt farangri okkar á vögnum og keyrð- ir til vors húss. Þar komu strax landar okkar um kvöldið, varð þar margur feg- insfundur. Sumir fundu feður, syni og bræður, en mig þekkti enginn. Þar vorum vér allir um nóttina. Þar var óspart veitt og margréttað og góð rúm. Daginn eftir fóru landar hér kunnir að útvega hús til leigu og gekk það flestum fljótt. Ég varð aftastur og fékk ekki hús fyrr en að kveldi hins þriðja dags, ekki upp á skemmri thna en þrjá mánuði, leiga 10 dollars um mánuðinn, en það heila 30 dollars átti að borgast fyrirfram. Húsið er fremur gott, en of stórt fyrir okkur, þó er Jón og Karólína með þrem börnurn, sem Hrútfirðingar styrktu til ferðar með okkur. I sama húsi ga>ti ég hætt einhverj- um seinna, ef hyðist. Þessi pappír er hér keyptur til hréfa og kostar tvö cent örkin, ein örk heila bréfið, en þessi snepill, hálf örk, stimpl- að og strikað. Hér innan í lajt ég bréflappa, sýnir hann hvernig utanáskriftin á að vera til min. Ég bið kærlega að heilsa Halldóri bróður ininum og bið þig að sýna horium öll bréfin, sem ég skirifa þér. Berðu kæra kveðju mina öllum frændum og vinum. Vertu blessaður og sæll, af þínum einl. vin Þórði Árnasyni. „Er svo bréfum Þórðar lokið“, skrifar Daníel, „þvi að hann var skammlífur, átti ólifaðar 9 vikur, deyði 30. september 1875“. Bréf frá Guðrúnu Grímsdóttur, ekkju Þórðar Ámasonar, skrifað Daníel Jóns- syni á Fróðastöðunt: Deforest, ii. marz 1874. Góði fomkunningi og frændi. Hjartanlega þakka ég þér tilskrifið frá 24. sept., sem ég með tók þann 20. des. 1873. Mér þótti mikið vænt um að frétta ykkar vellíðan þar í Síðunni. Ég vil láta þig vita í fáum línum, að okkm- öllum líður vel, lof sé Guði. Ég veit þú vonast ekki eftir fréttamiklu eða fróðlegu bréfi frá mér. Ég veit þú verður fyrir löngu búinn að frétta lát mannsins míns. Ef hann hefði lifað veit ég, að hann hefði skrifað þér mörg og merkileg bréf héðan. Hann var aldrei vel frískur eftir að hann kom til Ameríku, en sálaðist þann 30. sept., þann sama dag var Grímur (sonur þinn) fluttur á hospitalið, nær dauða en lífi. Ekki kann ég að lýsa veikindunum, sem þeir lágu í, en það var líkast tauga- veiki. Til grafarinnar fylgdi ég líkinu og dætur mínar, Gunna og Imba, og tveir Islendingar, sem hjálpuðu mér að standa fyrir útförinni, það voru Ámi Guðmunds- son og Jón Pálsson, báðir að austan, úr Árnessýslu. Ekki kom prestur til grafar- innar þegar jarðað var, því að það er ekki siður. Prestar kasta rekum á leiðin einhvern tíma, þegar þeir messa eða eru á ferðinni eða eiga eitthvert erindi til kirkjurnar. Ekki er samt kirkja nærri kirkjugarðinum. Ekki er siður að lesa eða syngja, þegar jarðað er, en ég fékk þó ís- lenzka til að syngja sálm i Hallgríms- sálmum, þegar jarðað var. Gröfin kostaði 10 dollars, þvi að grafamtenn eru alltíð tilbúnir í hvert sinn, þegar á þarf að halda, en kistan kostaði ekkert. Svo var ég ein í húsinu með tvo litlu dregnina og Imbu litlu, því að Guðrún var í vist hjá enskum hjónum. Þar er hún enn í dag. Ég sá að ég gat ekki haft peninga til að lifa af í vetur, svo að ég beiddi mann, sem var góður í málinu, því að AKRANES 235

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.