Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 41

Akranes - 01.10.1957, Blaðsíða 41
ings, óska ég honum til hamingju með allt hið mikla og árangursríka starf, sem hann hefur unnið öðrum til skemmtunar í þessu sambandi. Gísli Þröstur Kristjánsson og Katla Ölafsdóttir fara hvort um sig með svo litil hlutverk, að ekki verður af þeim (Legið, hvort i þeim búa leikarar eða ekki. Hins vegar er skylt að geta að makleikum „föður allra hinna“, Gunnars R. Hansen, sem leikur Maignot mjög hressilega. Ekki mun almenningur hafa mikið gagn af orðræðum hans því að þær fara svo að segja allar fram á frönsku, en allt er fas hans hið virðu- legasta enda bera nemendurnir óskipta virðingu fyrir lionum. Mjög ánægjulegt var að sjá, hversu margt ungt. fólk sótti þessa sýningu, enda má segja, að lífisgleðin færi á kostum í þessu leikriti Rattigans. * Sápukúlur. Gamanleikur í einum þœtti eftir George Kelly. ÞýSandi: Benedikt Árnason. Leikstjóri: IndriSi Waage. Heimdallur hefur, eins og að undan- förnu, sýnt gamanleik í Sjálfstæðishús- inu síðari hluta sumars. Efni þessa leiks er ekki mikið, enda ekki að öðru stefnt en skemmta fólki brot úr kvöldstund (45 nn'nútur) áður en dans hefst. Með leikinn fara þrir þaulvanir leikar- ar og einn nýliði. Þeir vönu eru: Arndis Bjömsdóttir, Herdis Þorvaldsdóttir og Ró- bert Arnfinnsson, nýliðiim er Kristbjörg Kjeld. Svipbrigði Róberts Arnfinnssonar eru með miklum ágætum í einþáttungi þess- um og tmyndi mér helzt verða minnis- stætt af því, sem þarna er sýnt, þegar hann blæs út gúlana i niðurbældri heift yfir því, sem tengdamóðir hans (Ara- dís Björnsdóttir segir. Um leik hans, Arn- dísar og Herdisar þarf að öðru leyti ekki að fjölyrða, viðfangsefnin eru barnaleik- ur einn fyrir þa-u. Kristbjörg Kjeld virð- ist vera liðtæk stúlka á sviði, en hlut- verkið er of lítið til þess að hægt sé að dæma um, hvort liún veiti veruleg fyrir- heit. 1 samanburði við aðrar þjóðir eig- um við íslendingar ekki nógu góðar leikkonur, virðist þær einkum skorta dirfsku og fjör til þess að sý.na virkileg- an, léttan og eins ástríðuþrunginn leik þar sem það á við. íslenzk leikkona, sem losar sig við höftin að því marki sem við getur átt á sviðinu, ætti að hljóta mikinn og skjótan frama á vegum þeirra, sem um leiklist fjalla og kunna að meta góðan leik. ★ Tosca. Söngleikur i 3 þáttum. Tónlist Gia- como Puicini. Leikstjóri Holger Bo- land. Hljómsveitarstjóri: Victor Ur- bancic. Þjóðleikhúsið fer að bessu '• ni giftu- samlega af stað með því að sýna vinsæda óperu og tryggja sér hina ágætustu söngv- ara sem uppi eru meðal Islendinga. Stefán íslandi hefur fengið leyfi Kon- unglega leikhússins i Kaupmannahöfn til þess að koma hingað og syngja hlutverk Cavaradossi, en það var fyrsta óperuhlut- verk hans fyrir 25 árum, jiegar hann lagði opinberlega út á söngbrautina, sem hann hefur troðið með meiri frama en aðrír landar hans. Stefán er enn sem fyrr liinn .fágaði söngvari, sem hrífur alla með tón.um, sem tilgangslaust er að gera tilraun til að lýsa með orðum, en þeim mun meira virði er að iheyra j)á. Guðrún Á. Simonar og Guðmundur Jónsson fara með tvö aðalhlutverk. Um þau þarf ekki að ræða sérstaklega, öll A K R A N E S 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.