Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 53
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 53
BrynJar ÓlafSSon og gÍSli ÞorSteinSSon
Uno CygnæUs og UppEldismiðUð handVErkskEnnsla
í alþýðUskólUm
Skólanám á miðöldum byggðist að mestu á bóknámi (Kapes, 1984; Myhre, 2001;
Roberts, 1965). Samt sem áður ræddu uppeldisfræðingar þeirra tíma um mikilvægi
verklegrar þjálfunar (Anderson, 1926; Bennett, 1926, 1937; McArdle, 2002) í alþýðu-
menntun svo að skapa mætti jafnvægi milli hins líkamlega og andlega og búa einstak-
linga betur undir lífið (Jón Þórarinsson, 1891). Starfsmenntun og iðnnám tók miklum
breytingum á nítjándu öld (Bennett, 1926, 1937). Meginástæða þess var að þá var verið
að koma á fót almennum menntakerfum til að sinna alþýðumenntun og að iðnvæðing
Vesturlanda kallaði á nýja færni hins vinnandi manns og almennra borgara (Kantola
o.fl., 1999).
Finnski uppeldisfrömuðurinn Uno Cygnæus var helsti hvatamaður að stofnun
alþýðuskólanna í Finnlandi (Kananoja, 1989). Cygnæus þróaði hugmyndir annarra
uppeldisfrömuða, s.s. Pestalozzis og Fröbels, og innleiddi handverk sem uppeldis-
miðaða skyldunámsgrein til að efla alþýðumenntun í Finnlandi (Jón Þórarinsson,
1891). Cygnæus lagði áherslu á að handverkskennslan yrði ekki í formi iðnnáms heldur
væri hún uppeldismiðuð (Thorbjornsson, 2006). Verkleg vinna væri mikilvægur þáttur
í uppeldi allra barna. Hún efldi gagnkvæman skilning milli stétta í samfélaginu og
stuðlaði að líkamlegri þjálfun (Bennett, 1937).
Mynd 1. Einn af bekkjum Cygnæusar í Jyväskylä um 1860
Cygnæus skoðaði ólík menntakerfi í Evrópu þegar hann var að móta hugmyndir um
finnska alþýðuskólakerfið. Eftir að hafa ferðast um Evrópu komst hann að þeirri niður-
stöðu að ákjósanlegasta byrjunin væri að þjálfa kennara (Kananoja, 1989). Cygnæus
stofnaði kennaraskóla árið 1863. Námskrá hans var byggð á hugmyndum Pestalozzis
um verklega framkvæmd og handverk.
Cygnæus dró skörp skil á milli uppeldismiðaðs handverks sem þáttar í hinni
almennu námskrá og handverks í sértæku og tæknimiðuðu iðnnámi (Kananoja,
1989). Cygnæus vildi að almennir kennarar kenndu uppeldismiðað handverk, ekki