Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 61
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 61
BrynJar ÓlafSSon og gÍSli ÞorSteinSSon
c) Að kenna þeim að nota saumavél og hirða hana.
d) Að kenna aðferðir við ýmsar greinar handavinnu, svo sem prjón, hekl og útsaum.
(Fræðslumálastjórnin, 1948, bls. 37)
Lýsing á skólasmíði drengja er ekki eins ítarleg. Námskráin er í þremur flokkum fyrir
10, 11 og 12 ára börn og eru taldir upp nokkrir þættir sem nemendur eiga að læra,
s.s. sögun, negling, hefling o.fl. „Kennt skal að rista, fletta, búta, og skásaga. Sögunin
skal framkvæmd í hollum vinnustellingum og eftir viðurkenndum vinnuaðferðum“
(Fræðslumálastjórnin, 1948, bls. 45). Lögð var áhersla á að skólar ættu fullkomin áhöld
og var settur saman listi yfir það nauðsynlegasta. Athygli vekur að fyrsta markmið
sem talið er upp í markmiðum með kennslu í handavinnu stúlkna lýtur að þroska
nemenda og er í takt við áherslur þeirra Jóns Þórarinssonar og Guðmundar Finn-
bogasonar. Það sama má segja um áherslur í námskránni fyrir drengi, s.s. að saga í
hollum vinnustellingum (Jón Þórarinsson, 1891).
Mynd 5. Nemendur í hönnun og smíði í Álftamýrarskóla í Reykjavík 2008
(birt með leyfi Kristbjarnar Árnasonar kennara)
Árið 1960 var gefin út Námsskrá fyrir nemendur á fræðsluskyldualdri. Sett voru upp
markmið fyrir hverja námsgrein fyrir sig. Í markmiðum fyrir kennslu í handavinnu
fyrir stúlkur og drengi má enn greina sterk áhrif frá hugmyndafræði slöjd. Markmiðin
voru svipuð fyrir handavinnu stúlkna og drengja og lúta meginmarkmið greinanna að
uppeldislegum gildum handverks, s.s. að æfa hug og hönd, þroska vandvirkni og bera
virðingu fyrir vinnu (Menntamálaráðuneytið, 1960). Gerðar voru auknar kröfur til
kennsluhúsnæðis og verkfæra og er sagt að smíðastofan skuli vera 70 til 80 fermetrar.
Á unglingastigi í handavinnu drengja í námskránni 1960 má einnig greina áhrif frá
auknum áherslum á verkefni er tengdust eðlisfræði. Dæmi um smíðaverkefni í nám-
skrá fyrir handavinnu drengja eru t.d. gufutúrbínur, rafseglar, ritsímar og rafmótorar.
Þetta má rekja til aukinnar áherslu á náttúruvísindi í menntakerfi hins vestræna heims
er tengdist geimferðakapphlaupi kalda stríðsins. Í kalda stríðinu, árið 1957, tókst
Sovétmönnum að koma fyrsta gervihnetti heimsins, Spútnik 1., á braut um jörð. Þetta
varð hvati fyrir Bandaríki Norður-Ameríku að gera betur og upphófst þá nýsköpunar-