Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 67
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 67
BrynJar ÓlafSSon og gÍSli ÞorSteinSSon
hafa hin kEnnslUfræðilEgU markmið hönnUnar
og smíði brEyst?
Ein leið til að skoða þróun kennslu í handmenntum er að skoða hugmyndir sem haldið
hefur verið á lofti um gildi hennar. Sjálfsagt er óhætt að fullyrða að fáir þekki þau rök
sem Jón Þórarinsson og Guðmundur Finnbogason héldu á lofti um aldamótin 1900.
Þó má leiða líkur að því að þau rök hafi vegið þungt þegar ákveðið var að gera hand-
menntir að skyldu í barnafræðslulögum árið 1936 og enn eimir eftir af þeim rökum í
námskrám í hönnun og smíði.
Til að draga fram og skoða hvort breyting hefur orðið á hugmyndum eða rökum
fyrir kennslu í handmenntum voru nokkrir kennslufræðingar, kennarar við Kennara-
háskóla Íslands vorið 2008, beðnir að flokka námsleg markmið og uppeldisleg gildi
tengd greininni sem dregin voru fram úr nokkrum námskrám og greinaskrifum yfir
þrjú tímabil í sögu hennar: a) 1890–1900, b) 1970–1977 og c) 1997–1999. Þessar hug-
myndir, sem í mörgum tilfellum má kalla rökstuðning, eru fengnar úr völdum textum
í umræðunni og námskrám. Settar voru á blað nokkrar meginhugmyndir frá hverju
tímabili fyrir sig og þær flokkaðar í fyrirframgefna flokka. Útkomuna má sjá í mynd 8
hér að neðan og á mynd 9. Flokkarnir eru: a) uppeldi, b) menntun, c) heilsa og vinnu-
vernd, d) varðveisla verkmenningar, e) undirbúningur undir framhaldsnám/tengsl
við atvinnulíf og f) aðrir þættir. Flokkarnir voru valdir til þess að draga fram ákveðin
blæbrigði og áherslubreytingar á tímabilunum þremur.
Mynd 8. Súluritið sýnir hversu margar hugmyndir lentu hlutfallslega í hverjum flokki
Súluritið á mynd 8 sýnir hlutfall hugmynda í hverjum flokki í prósentum. Hver hug-
mynd gat einungis flokkast einu sinni. Flokkarnir heilsa og vinnuvernd og aðrir þættir
80
70
60
50
40
30
20
10
0
1890–1900 1970–1977 1997–1999
%
Uppeldi
Menntun
Varðveisla verkmenningar
Undirbúningur undir framhaldsnám/tengsl við atvinnulífið