Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 82

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 82
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 201182 textagerÐ Barna, Unglinga og fUllorÐinna: hVað Er skoðað hér? Eins og fram hefur komið snýst rannsóknin nú um að kanna áhrif frumbreytanna ALDURS (11, 14, 17 ára og fullorðnir), MIÐILS (ritmál og talmál) og TEXTATEGUNDAR (frásagnir og álitsgerðir) á orðaforðann sem virkjaður er við textagerð frá eigin brjósti. Hér fara á eftir rannsóknarspurningarnar sem leitað er svara við í þessari grein og tilgátur um svör við þeim á grundvelli þess sem fram hefur komið í köflunum hér að framan (nánari umfjöllun um þá mælikvarða sem notaðir eru í þessari rannsókn til að meta fjölbreytileika, þéttleika og aðra eiginleika orðaforðans er að finna í undirkafl- anum Mælitæki í næsta kafla). 1. Er munur á orðaforða eftir textategundum? Vegna eðlismunar á álitsgerðum og frásögnum er þess vænst að: (a) merkingarlegt inntak álitsgerða sé að jafnaði þéttara en frásagna (hlutfall inntaksorða – ekki síst nafnorða – sé hærra hlutfall af heildarfjölda orða í hverjum texta) (b) sértækari orð séu virkjuð í álitsgerðum en í frásögnum (endurspeglast m.a. í lengri orðum) (c) ekki er hins vegar ástæða til að ætla að orðaforðinn sé fjölbreytilegri (innihaldi í ríkara mæli mismunandi orð og orðmyndir) í annarri textategundinni en hinni. 2. Er munur á orðaforða í ritmáli og talmáli? Gert er ráð fyrir að ólíkar boðskipta- aðstæður, tímaskorður (processing constraints) og hefðir ritmáls og talmáls hafi þau áhrif að: (a) ritmálstextar verði merkingarlega þéttari en talmálstextar (hlutfall inntaksorða, ekki síst nafnorða, að jafnaði hærra en í talmáli) (b) í ritmáli sé notaður fjölbreytilegri orðaforði en í talmáli (c) höfundar beiti í ríkara mæli sértækum og sjaldgæfum orðum í ritmáli en talmáli, sem endurspeglist meðal annars í lengri orðum. 3. Hvernig þróast orðaforði, sem virkjaður er í textagerð, með aldri? Fyrri rannsóknir á þessum sömu gögnum sýndu að með aldri verða textarnir lengri, ítarlegri, efnis- meiri og flóknari (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007). Búist er við samhliða breytingum á orðaforðanum og að birtingarform þeirra verði meðal annars: (a) merkingarlega þéttari textar með aldri (hærra hlutfalli inntaksorða, ekki síst nafnorða) (b) fjölbreytilegri orðaforði, bæði almennt og í nafnorðum sérstaklega (c) nákvæmari og sértækari orðaforði, sem endurspeglast meðal annars í lengri orðum. Á unglingsárunum (eftir 13–14 ára aldur) skapast forsendur (vitsmunaþroski, læsi, menntunarstig) fyrir framförum í þróun orðaforða. Tilgáta um framfarakipp á ung- lingsárunum er þó sett fram með fyrirvara í íslenska úrtakinu, því niðurstöður ann- arra mælinga á textagæðum sama hóps (textalengd, setningalengd, lengd málsgreina og fleiru, sjá Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2007) bentu þvert á móti til stöðnunar á milli 14 og 17 ára hópanna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.