Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 89
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 89
H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r
Fjölbreytileiki orðaforða – VocD
Mynd 3 sýnir meðalstigafjölda á VocD í ritmáli og talmáli eftir ALDRI. Enginn munur
var á álitsgerðum og frásögnum, sem var í samræmi við tilgátur.
Mynd 3. Meðal-VocD (fjölbreytileiki orðaforða) eftir ALDRi og MiðLi
Talmál
Ritmál
11 ára 14 ára 17 ára Fullorðnir
Aldur
M
eð
al
sk
or
á
V
oc
D
m
æ
lin
gu
120
110
100
90
80
70
60
50
40
ALDUR hafði marktæk áhrif á fjölbreytileika orðaforða eins og hann var metinn með
VocD (F(3,72) = 27.89, p < 0.0005, sjá mynd 3). Ellefu ára börnin skáru sig úr með
lægsta meðaltal stiga (M=54,8) og fullorðnir með það langhæsta (M=85,3). Munurinn
á 14 ára (M=64) og 17 ára (M=67,8) reyndist ekki marktækur.
MIÐILL hafði líka mjög sterk áhrif á fjölbreytileika orðaforða (F(1,72) = 124.86, p <
0.0005), þar sem ritmálstextar (M=78,6) skoruðu mun hærra en talmálstextar (M=57,3)
eins og mynd 3 sýnir. Marktæk samvirkni mældist milli ALDURS og MIÐILS (F(3,72)
= 6.61, p < 0.005) en það sýnir að áhrif MIÐILS fóru vaxandi með ALDRI. Á mynd 3
sést glöggt að í talmálstextum óx fjölbreytileikinn mjög lítið með ALDRI, en mikið
í ritmáli – mest milli eldri unglingahópsins og fullorðnu textahöfundanna þar sem
munurinn á fjölbreytileika í talmáli og ritmáli varð jafnframt mestur.