Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 91
H r a fn H i l d U r r ag n a rS d Ót t i r
Lengd orða
Meðallengd orða í TEXTATEGUNDUNUM tveimur eftir ALDRI og MIÐLI kemur
fram á mynd 5.
Mynd 5. Meðallengd orða (í stöfum) eftir ALDRi, MiðLi og TExTATEGUND
Munnleg álitsgerð
Skrifleg álitsgerð
Munnleg frásögn
Skrifleg frásögn
11 ára 14 ára 17 ára Fullorðnir
Aldur
Le
ng
d
or
ða
5,5
5,4
5,3
5,2
5,1
5,0
4,9
4,8
4,7
4,6
4,5
ALDUR hafði marktæk áhrif á meðallengd orða (F(3,74) = 9.22, p < 0.0005), sem var
meiri hjá fullorðnum (M = 5,0) en börnum og unglingum (M = 4,8-4,9). Öndvert við
tilgátur var ekki marktækur munur á yngri hópunum þremur.
Sem fyrr höfðu MIÐILL (F(1,75) = 67.51, p < 0.0005), og TEXTATEGUND (F(1,75) =
48.36, p < 0.0005) sterk áhrif. Orð voru að meðaltali lengri í rituðu máli en talmáli og
lengri í álitsgerðum en í frásögnum. Sterka samvirkni ALDURS og MIÐILS (F(3,75)
= 5.41, p < 0.0005) má rekja til þess að í talmálstextum hélst meðallengd orða svo til
óbreytt í öllum aldursflokkum, en í ritmálstextum jókst hún hins vegar með ALDRI.
Þar með óx munurinn á meðallengd orða í talmáli og ritmáli og varð langmestur
hjá fullorðnum textahöfundum. Samvirkni milli ALDURS og TEXTATEGUNDAR
(F(3,75) = 3.26, p < 0.05) má væntanlega rekja til þess að TEXTATEGUND hafði meiri
áhrif í yngsta hópnum en þeim eldri. Í fullorðinstextum réð hins vegar MIÐILLINN
mun meiru um lengd orða en það hvort textinn var frásögn eða álitsgerð, eins og
berlega sést á mynd 5.
samantEkt og Umræða
Góður orðaforði og færni í textagerð í ræðu og riti er lykill að velgengni í skóla og í
nútímasamfélagi. Á unglingsárum skapast þroska- og þekkingarforsendur fyrir mikl-
um framförum í hvoru tveggja sem miklu skiptir að skóli og samfélag tryggi að nýtist.
Þrátt fyrir það hafa fáar rannsóknir beinst að þróun orðaforða og málnotkunar á þessu
aldursskeiði – hérlendis sem erlendis. Markmið rannsóknarinnar sem hér um ræðir
var að leggja þar lítið lóð á vogarskálarnar.