Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 108
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011108
námSmat Í náttúrUfræÐi
Blooms og félaga (Bloom 1956; Krathwohl, Bloom og Masia, 1964), t.d. þekking, skiln-
ingur, beiting og leikni, sjást varla. Þó bendir greining á niðurstöðum um aðferðir og
eðli námsmats til þess að slík atriði hljóti að vera tekin inn í myndina víðar í náms-
mati en þessar niðurstöður gefa til kynna (sjá nánar hér á eftir). Í flokki V (Framvinda,
frammistaða, þróun) eru nefnd atriði eins og framfarir, staða, frammistaða, markmið og
atriði sem má heimfæra á frammistöðu eins og skrifleg og munnleg tjáning og fyrir-
lestrar. Í töflum 3, 4 og 5 í viðauka er nánari sundurgreining á matsatriðum sem nefnd
voru í umfjöllun um náttúrufræði í skólanámskrám.
Hvernig var metið?
Í skólanámskránum komu fram einhverjar upplýsingar um matsaðferðir hjá 41%
þeirra 58 skóla sem höfðu yngsta stig, hjá 68% þeirra 57 sem höfðu miðstig og hjá
43% þeirra 51 skóla sem höfðu unglingastig. Í flestum tilvikum voru tilgreind mats-
tæki eins og matslistar, kannanir og próf af ýmsu tagi. En nánari lýsingar á matsað-
ferðum eða ferli við mat reyndust óljósar, þótt oft mætti ráða af samhengi hvers eðlis
þær voru. Mynd 2 sýnir dreifingu matsaðferða eins og rannsakendur greindu þær í
lýsingum námskránna. Í töflu 6 í viðauka er nánari sundurgreining á matsaðferðum.
Mynd 2. Tíðni mismunandi matsaðferða í náttúrufræði í 3., 6. og 9. bekk. Tilgreint er hve oft aðferðin
var nefnd á hverju stigi (tíðni).
Tí
ðn
i t
ilv
ik
a
Yngsta stig
Miðstig
Unglingastig
45
40
35
30
25
20
15
10
5
0
i. Próf, ii. Á námstíma iii. Símat iV. Annað
kannanir óskilgreint
2
31
41
17
19
13
5
7
1
4
3
0