Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 110
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011110
námSmat Í náttúrUfræÐi
Tafla 1. Eðli námsmats flokkað eftir því hvort um var að ræða megindlegt mat, eigindlegt mat eða
eitthvað þar á milli í náttúrufræði í 3., 6. og 9. bekk. Niðurstöður gefa til kynna hve hátt
hlutfall lýsinga féll í hvern flokk.
Megindlegt Megindlegt Blandað Eigindlegt Eigindlegt Kemur ekki
eingöngu að mestu megindlegt að mestu eingöngu fram
og eigindlegt
Yngsta stig
(3. bekkur) 0,0 0,0 1,7 1,7 44,8 51,7
Miðstig
(6. bekkur) 19,3 8,8 14,0 3,5 5,3 49,1
Unglingastig
(9. bekkur) 19,6 21,6 2,0 2,0 0,0 54,9
Eins og sést í töflu 1 eru upplýsingar oft svo óljósar að ógerlegt er að ráða í eðli mats-
ins. Hins vegar má greina skýran mun milli skólastiga þar sem þetta kemur fram á
annað borð. Matið er nánast alfarið eigindlegt á yngsta stigi, að mestu megindlegt á
miðstigi og nánast eingöngu megindlegt á unglingastigi.
Hvernig eru niðurstöður settar fram?
Tafla 2 sýnir hvernig fjallað er um niðurstöður, vitnisburði, umsagnir og einkunnir í
þeim skólanámskrám þar sem slíkt kom fram. Á yngsta stigi gerðu 19% skóla með ein-
hverjum hætti grein fyrir birtingu og meðferð niðurstaðna námsmats í náttúrufræði,
12% á miðstigi og 14% á unglingastigi.
Tafla 2. Niðurstöður námsmats í náttúrufræði í 3., 6. og 9. bekk.
Stig Birting og meðferð niðurstaðna námsmats
Yngsta stig Umsagnir (8) (dæmi: umsögn um vinnulag, skrifleg umsögn, umsögn fyrir
(3. bekkur) haust- og vorönn, umsögn gefin í lok annar, umsögn skrifleg að vori, umsögn,
umsagnir munnlegar og skriflegar, umsögn í lok annar); einkunn (1); staða
rædd í foreldraviðtölum (1); munnleg skil til foreldra (1)
Miðstig Umsagnir (3); formleg einkunn (1); einkunnir í heilum og hálfum (1);
(6. bekkur) starfseinkunn (1); vitnisburður (skriflegur og munnlegur) (1)
Unglingastig Skrifleg umsögn (1); einkunn (a: í janúar og júní, lokaeinkunn eða annareinkunnir
(9. bekkur) byggðar á mismunandi verkefnum, b: vinnueinkunn byggð á vinnu í tímum,
skýrslum og skilaðri heimavinnu) (5); starfseinkunn (1)
Í þeim fáu tilvikum þar sem þessara atriða er getið er fyrst og fremst um að ræða
umsagnir á yngsta stigi, nánar tiltekið þannig samkvæmt orðalagi í skólanámskrám:
Umsögn um vinnulag, skrifleg umsögn, umsögn fyrir haust- og vorönn, umsögn gefin
í lok annar, umsögn skrifleg að vori, umsagnir munnlegar og skriflegar og umsögn í
lok annar. Eftir því sem ofar kemur í aldri nemenda dregur úr áherslunni á umsagnir
en einkunnir taka við, þ.e. tölulegar einkunnir, starfseinkunnir, einkunnir byggðar á
ýmsum verkefnum, heimavinnu og skýrslum, einkunnir byggðar á vinnu í tímum og