Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 117
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 117
meyVant ÞÓrÓlfSSon, ingVar SigUrgeirSSon og JÓHanna KarlSdÓttir
Um höfUnda
Meyvant Þórólfsson (meyvant@hi.is) er lektor við Kennaraháskóla Íslands. Hann lauk
B.Ed.-prófi við Kennaraháskóla Íslands 1978 með líffræði og landafræði sem megin-
svið, og síðar stærðfræði og eðlisfræði, og M.Ed.-prófi í uppeldis- og kennslufræðum
2002 með áherslu á stærðfræði- og náttúruvísindamenntun. Hann stundar nú doktors-
nám við Háskóla Íslands þar sem hann rannsakar námskrárþróun og námskrárfræði
með hliðsjón af náttúrufræðimenntun. Rannsóknir hans og þróunarverkefni eru eink-
um á sviði raunvísindamenntunar, námskrárfræða, námsmats og mats á skólastarfi.
Ingvar Sigurgeirsson (ingvars@hi.is) er prófessor í kennslufræði við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Ingvar lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands 1970, sérkennara-
prófi frá Kennaraháskólanum 1978, meistaragráðu frá Sussexháskóla í Englandi 1986
og doktorsgráðu frá sama skóla 1992. Ingvar hefur skrifað námsefni fyrir grunnskóla,
handbækur fyrir kennara og fjölda tímaritsgreina um kennsluhætti. Ingvar er ritstjóri
Netlu – Veftímarits um uppeldi og menntun (http://netla.khi.is). Heimasíða: http://
starfsfolk.khi.is/ingvar/.
Jóhanna Karlsdóttir (johannak@hi.is) er lektor í kennslufræði við Menntavísindasvið
Háskóla Íslands. Hún lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1972, fram-
haldsnámi í byrjendakennslu og myndmennt frá Danmarks Lærerhøjskole árið 1989
og M.Ed.-prófi í menntunarfræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2001. Rannsóknir
hennar beinast einkum að kennslufræði, námsmati, heimanámi nemenda og menntun
án aðgreiningar.