Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Page 138
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011138
Í HVaÐa leiKSKÓla VarSt Þú eiginlega?
opna umræðu og ögra viðteknum hugmyndum barna um heiminn, sem grunnur að
umræðu og verkefnum.
Að lokum læt ég fylgja með sögu sem Helga María sagði mér. Í haust hringdi
síminn heima hjá henni og á línunni var móðir sex ára stelpu sem er nýhætt í leikskól-
anum, en áður hafði hún átt aðra þar. Mamman byrjaði á að segja frá að það hefði tekið
dóttur sína næstum þrjár vikur að velja sér skólatösku. Helga María vissi ekki alveg
hvert umræðan var að fara og hummaði eitthvað. Já, sagði mamman, hún er búin að
fara margar ferðir, skoða töskurnar vel og vandlega. Svo valdi hún eina bláa og svarta.
Þegar heim kom sýndi sú stutta eldri systur sinni stolt töskuna. Og hún hrópaði upp
yfir sig: „Hvað, þetta er strákataska!“ Sú stutta setti hendur á mjaðmir, horfði hvasst á
stóru systur og sagði: „Í hvaða leikskóla varst þú eiginlega?“
hEimildir
Guðný Guðbjörnsdóttir. (1994). „Strákar og stelpur í takt við tímann“: Mat á áhrifum
þróunarverkefnis á viðhorf skólabarna um jafnstöðu kynjanna. Uppeldi og menntun,
3, 97–116.
Kirkegaard, O.L. (1985). Fúsi froskagleypir. Reykjavík: Iðunn.
Lundarsel. (e.d.). Kennsluleiðbeiningar: Jafnrétti í skólum. Sótt 12. mars 2011 af http://
jafnrettiiskolum.is/D10/_Files/Kennsluleidbeiningar.PDF.
MacNaughton, G. (2005). Doing Foucault in early childhood studies: Applying poststructural
ideas. London: Routledge.
Um höfUnd
Kristín Dýrfjörð (dyr@unak.is) er lektor í leikskólafræðum við Háskólann á Akureyri
síðan 1997. Hún lauk prófi frá Fósturskóla Íslands 1986 og prófi í stjórnun frá sama
skóla 1992. Árið 2003 lauk hún MA-prófi í mati á skólastarfi frá HÍ. Helstu rannsóknar-
viðfangsefni hennar eru lýðræði í leikskólastarfi. Kristín var um árabil leikskólastjóri
hjá Reykjavíkurborg.