Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Side 139
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 139
GyÐA MARGRÉT PÉTURSDÓTTIR
STJÓRNMáLAFRæÐIDEILD HáSkÓLA ÍSLANDS
Uppeldi og menntun
20. árgangur 1. hefti 2011
Huxarinn
Íris Arnardóttir. (2010). Huxarinn: Verkefnabók í jafnréttisfræðslu. 104 bls.;
Huxarinn: Kennarahefti. 33 bls. Akureyri: Tindur bókaútgáfa.
Loksins, loksins voru fyrstu viðbrögð mín við Huxaranum, verkefnabók í jafnréttisfræðslu.
Árið 1976 voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem kveðið var á um jafnréttisfræðslu í
skólum. Í 23. gr. jafnréttislaga nr. 10 frá 2008 segir: „Á öllum skólastigum skulu nem-
endur hljóta fræðslu um jafnréttismál þar sem m.a. skal lögð áhersla á að búa bæði kynin
undir jafna þátttöku í samfélaginu, svo sem í fjölskyldu- og atvinnulífi.“ Í kynningar-
efni frá útgefanda kemur fram að: „Lítið hefur verið til af efni varðandi þessa fræðslu
og m.a. þess vegna ákvað höfundur að leggja áherslu á jafnréttisverkefni í bókinni.“
Huxarinn er tvíþættur, annars vegar kennarahefti ætlað þeim sem kennir Huxar-
ann og hins vegar verkefnabók ætluð nemendum. Í kennaraheftinu er inngangur
höfundar; þar eru stuttar leiðbeiningar fyrir kennara um námsmat og tilhögun
kennslu. Að auki er bent á mikilvægi sjálfsþekkingar fyrir nemendur og kennara
og að kennarinn sé fyrirmynd nemandans. Í þessu sambandi er kennurum bent á
Sjálfsskoðun kennarans, innan sviga „jafnréttishandbókina“ (bls. 7), sem er á sömu
opnu og Inngangur. Í Sjálfsskoðun kennara er varpað fram 15 spurningum er lúta að
samskiptum kennarans við stráka og stelpur. Þar á eftir koma 25 númeraðir kaflar
(frá 1–24 og 27). Kaflarnir eru þemaskiptir og er ætlað að leiðbeina kennaranum um
tilhögun kennslunnar auk þess sem þar er að finna útskýringar höfundar á ýmsum
hugtökum sem notuð eru. Yfirskrift kaflanna er: Strákar/stelpur, Hvað er félagsmót-
un?, Verkaskipting á heimilinu, Fjölmiðlar og áhrif þeirra, Kynleg upplifun, Bútur úr
bíómynd, Skilnaður, Tilfinningar kynjanna, Ástin, Kynjun í bókmenntun, Ofbeldi, Þú
25 ára, Bíómyndin Juno, Fóstureyðing og ungir foreldrar, Að kaupa bíl, Innkoma og
útgjöld heimilisins, Klíkur, Mýtur um kynin, Hæfileikar og langanir, Hegðun manna,
Siðferðilegar klemmur, Kynlíf og getnaðarvarnir, Kynbundið uppeldi, Knúsverkefni
og Mat á tímunum. Í lok bókar er heimildalisti þar sem finna má lista yfir sumar þeirra
heimilda sem stuðst er við í bókinni. Ofantalin atriði rúmast á 30 blaðsíðum í A5 broti.