Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 143

Uppeldi og menntun - 01.01.2011, Síða 143
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 20 (1) 2011 143 JÓN INGvAR kJARAN MENNTAvÍSINDASvIÐI HáSkÓLA ÍSLANDS oG vERzLUNARSkÓLA ÍSLANDS HALLDÓRA ÓSk HALLGRÍMSDÓTTIR vERzLUNARSkÓLA ÍSLANDS Kynungabók – varða á vegi jafnréttisfræðslu í skólum landsins Berglind Rós Magnúsdóttir, Guðrún M. Guðmundsdóttir, Jóna Pálsdóttir, Kristín Ástgeirsdóttir og Kristín Jónsdóttir. (2010). Kynungabók. Upplýsingar fyrir ungt fólk um jafnrétti kynja. Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. 45 bls. Ritið Kynungabók er gefið út af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og með útgáfu þess er verið að bæta úr þeim skorti sem verið hefur á námsefni um jafnréttismál í skólum landsins. Þar með er komið til móts við ákvæði jafnréttislaga um að jafn- réttisfræðslu skuli vera sinnt í skólum landsins. Raunin er ekki sú í dag og okkur vitanlega sinna einungis fjórir framhaldsskólar þessum málaflokki með sérstökum áföngum. Um stöðu mála í grunnskólum höfum við enga vitneskju en teljum að þessi málaflokkur renni þar saman við nám í lífsleikni. Hugsanlega mun aðgengilegt náms- efni á borð við Kynungabók breyta þessu eitthvað á næstunni. Markmið Kynungabókar eru sett fram í inngangskaflanum. Áherslan er þar á kynja- vinkilinn enda er það tilgangur bókarinnar, eins og minnst er á hér að ofan, að koma til móts við ákvæði jafnréttislaga. Hér hefði þó mátt ræða stuttlega jafnréttishugtakið í víðu samhengi og tengja það við aðra málaflokka jafnréttismála á borð við ólíka kynhneigð/ kynverund og málefni einstaklinga af erlendum uppruna. Hvort tveggja er hægt að tengja við kynjaumræðuna, sbr. tengsl kyngervis og kynverundar/kynhneigðar eða þá stöðu kvenna af erlendum uppruna. Þess má jafnframt geta að hinseginfræðin spruttu út frá kynjafræðunum og hafa þau tekið undir gagnrýni femínista á feðraveldið og ríkjandi hugmyndir samfélagsins um karlmennsku eða kvenleika. Að okkar mati hefði því verið hentugt í inngangskaflanum að reifa þessi tengsl og þá þróun sem verið hefur innan þessara fræða að undanförnu. Kynungabók brýtur þar með ísinn í umræðunni um jafnréttismál innan skólanna og hefur þannig fordæmisgildi. Vonandi verða rit af svipuðu tagi um önnur málefni tengd jafnréttismálum gefin út á næstunni með styrk frá mennta- og menningar mála- ráðuneytinu. Hér mætti benda á námsefni sem tengist annars vegar fjölbreytileika kynhneigðar og hins vegar fjölmenningu. Uppeldi og menntun 20. árgangur 1. hefti 2011
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.