Íslenskt mál og almenn málfræði - 13.07.1981, Qupperneq 81
Hugljómun um kölska
11
myndir í tveimur kaþólskum helgikvæðum, köllus (í Krossvísum) og
kollus (í Rósu). Af sambandi orðanna í kvæðunum er ekki um það að
villast að þau eiga við paurann sjálfan.14
Eftir nokkrar bollaleggingar tekur Guðmundur síðan fyrir í einu lagi
hinar latínulegu orðmyndir köllus og kollus og íslenzku orðmyndina
kölski. Kemst hann þá að þeirri niðurstöðu að öll þessi orð séu leidd af
orðinu koll(ju)r. Vitnar hann til þess að í Jóns sögu helga eftir Gunnlaug
munk er sagt að Sæmundur fróði hafi gleymt skímamafni sínu í utan-
landsvist sinni og „nefndist Kollr“, auk þess sem orðið kollur sé stund-
um notað sem gæluorð við drengi.15 Guðmundi virðist vera ljóst að
nokkur vandkvæði em á því að skýra ö-ið í kölski út frá o-inu í kollur.
Honum farast svo orð: „Að o hefir breyzt í ö, í köllus og kölski, er því
líkt sem hitt, að troll hefir orðið tröll. En kölski væri fyrir koll-ski
myndað með endingunni -ski eins og fjarski, vanski, eða veik mynd af
lýsingarorði, koll(i)skur, sem væri enn lengra skref í tæpitunguáttina.“16
Því er nú verr að uppmni orðsins troll er með öllu óviss þó að ýmsar
tilgátur hafi komið fram.17 Breytingin troll > trgll er sameiginleg í ís-
lenzku og færeysku og virðist vera frá 12. öld.18 Mér vitanlega hefur
14 Guðmundur virðist fara eftir útgáfu Krossvísna í Biskupasögum bmf. II,
Khöfn 1878, bls. 558-567, en Rósu í Kvœðasafni, Rvík 1922-1927, bls. 262-294.
Bæði þessi kvæði voru síðar gefin út af Jóni Helgasyni í íslenzkum miðaldakvœð-
um I 2, Kh. 1936, bls. 6-35 (Rósa), og bls. 253-260 (Krossvísur I). Varlegast er að
tala sem minnst um aldur og höfunda kvæðanna. Ekki er þó ólíklegt að þau séu frá
því um 1500 eða lítið eitt yngri. Rósa hefur verið eignuð Sigurði blind eða Sigurði
Narfasyni (sbr. íslenzkar œviskrár), en Krossvísur Jóni biskupi Arasyni. Allt er
þetta þó harla vafasamt (sjá íslenzk miðaldakvœði I, bls. 5, 35 og 252), en elztu
handrit kvæðanna eru frá 16. öld. Nafnið Kollus kemur fyrir í 20. erindi Rósu,
skrifað í hdr. Kollws (sjá íslenzk miðaldakvæði I, bls. 10) sem ætti að samsvara
Kollús í samræmdum nútíðarrithætti. En köllus kemur fyrir í 18. erindi Kross-
vísna (I) (sjá íslenzk miðaldakvœði I, bls. 256). Aðalhandritið hefur Kaullus sem
tvímælalaust samsvarar köllus í samræmdum nútímarithætti, en önnur handrit
hafa Kaullhus og Kolldhiis. Ekki er þó loku fyrir það skotið að rithátturinn Kollws
í Rósu geti átt að tákna köllús, því að oft er ekki gerður greinarmunur á o og ö í
handritum frá þessum tíma.
15 Biskupasögur bmf. I, bls. 227-229. Ef til vill vakir fyrir Guðmundi að Sæ-
mundur hafi fengið nafn af meistara sínum (?).
Skírnir 1927, bls. 54-55.
17 Sjá einkum Elof Hellquist: Svensk etymologisk ordbok II, Lund 1970, bls.
1223.
18 Sbr. Aarbfiger for nordisk Oldkyndighed og Historie 1890, bls. 256, og
Björn K. Þórólfsson: Um íslenskar orðmyndir á 14. og 15. öld, Rvík 1925, bls. 10.