Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 7

Andvari - 01.06.2011, Page 7
Frá ritstjóra Ný stjórnarskrá í deiglunni Með ályktun Alþingis frá 24. mars 2011 var stjórnlagaráði falið að gera til- lögur um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins íslands. í ráð þetta voru skip- aðir 25 einstaklingar og skyldu þeir ljúka störfum og skila af sér tillögum eigi seinna en í lok júlímánaðar. Þetta gekk eftir og tillögur ráðsins voru afhentar forseta Alþingis 29. júlí. Aðdragandi þessa máls var nokkuð sérstæður. Við bankahrunið haustið 2008 heyrðust ákveðnar raddir um að slík stóráföll kölluðu á að endurskoða sjálfan grundvöll samfélagins, stjórnarskrána. Allt frá lýðveldisstofnun 1944 hafði sú skoðun verið uppi að líta bæri svo á þá stjórnarskrá sem var samþykkt á Þingvöllum að hún skyldi vera til bráðabirgða og bæri að endurskoða hana fljótlega. Sú breyting ein var þá gerð á stjórnarskrá konungsríkisins íslands sem nauðsynleg var vegna þess að æðsta stjórn ríkisins var færð inn í landið, forseti kom í stað konungs. Má segja að eðli stjórnarskrár konungsríkis hafi verið yfirfært á þjóðkjörinn forseta lýðveldis, svo ólík sem þessi skipan þjóð- höfðingjahlutverks er í rauninni. Til þessa tvískinnungs er að rekja þær deilur sem að undanförnu hafa hér staðið vegna forsetaembættisins. Síðustu áratugi hafa breytingar á stjórnarskránni einkum orðið vegna kjör- dæmaskipunar og kosninga til Alþingis og einnig var mannréttindakaflinn endurskoðaður fyrir fáum árum. Um annað hefur lítt verið rætt og stjórn- skipunin sjálf er óbreytt, enda í sjálfu sér ekki komið fram alvarleg krafa um að breyta henni í meginatriðum, það er þingræðisreglunni sem byggt er á: „Island er lýðveldi með þingbundinni stjórn.“ Vissulega hefur því verið hreyft að taka upp einhvers konar „forsetaræði“, það er að kjósa æðsta mann fram- kvæmdavaldsins beinni kosningu. En þótt svo verði ekki gert þarf að endur- skoða stjórnarskrána og áhugamenn hafa alltaf haldið þeirri hugsun vakandi. Alvarlegasta tilraun í þá átt var gerð um og upp úr 1980 af nefnd undir forustu Gunnars Thoroddsens, forsætisráðherra og fræðimanns í stjórnskipunarrétti. Honum var mikið í mun að þoka þessu máli fram og átti það öðru fremur hug hans síðustu æviárin. Er gerð grein fyrir þessu í nýrri ævisögu Gunnars eftir Guðna Th. Jóhannesson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.