Andvari

Ukioqatigiit

Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 8

Andvari - 01.06.2011, Qupperneq 8
6 GUNNAR STEFÁNSSON ANDVARI Árið 2010 ákvað Alþingi að láta kjósa stjórnlagaþing almennri kosningu. Það var forvitnileg hugmynd, þjóðin skyldi velja sér fulltrúa í beinum kosn- ingum til að vinna þetta verk í stað þess að fela það nefnd á vegum þingsins. Á undan þessari ákvörðun fór starf í stjórnlaganefnd Alþingis sem meðal annars efndi til þjóðfundar um stjórnarskrármálefni þar sem þúsund þátt- takendur voru valdir með úrtaki úr þjóðskrá til að ræða þau gildi sem fólk helst vildi setja í öndvegi. Þótti þessi óvenjulega framkvæmd takast vel. Samkvæmt stjórnskipun okkar er valdið til að setja þjóðinni stjórnarskrá hjá Alþingi. Eftir stjórnarskrárbreytingu ber hins vegar að rjúfa þing og leggja breyt- ingartillöguna fyrir nýtt þing. En við almennar þingkosningar blandast margt annað inn í umræðuna svo þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá er miklu betra fyrirkomulag. Endurskoðun á vegum þingsins sjálfs hefur ekki skilað nægum árangri. Margt mælir með því að fá til fólk utan þings til að vinna verkið. Alþingismenn hafa nóg á sinni könnu við aðkallandi ákvarð- anatöku á hverjum tíma og einnig er hætt við að þeir sem sitja á Alþingi eigi erfitt með að ákvarða stöðu þingsins, kjarnastofnunar stjórnarfars okkar, einfaldlega vegna návígis við vettvanginn. Sú leið að kjósa til stjórnlagaþings 25 einstaklinga úr stórum hópi áhugafólks sem gaf kost á sér til þessa verks virtist því álitleg. Kosningafyrirkomulagið var að vísu nokkuð flókið sem kann að hafa fælt frá, enda var þátttaka í kosningunni miklu minni en í öðrum kosningum. Hæstiréttur ógilti kosningu stjórnlagaþings vegna formgalla og þótti mörg- um þar vera bókstafsþjónusta af hæpnu tagi, því enginn bar brigður á að kosningin hefði farið fram með heiðarlegum hætti. En svo stóð nú á að annað hvort var að kjósa aftur eða Alþingi skipaði þá einstaklinga sem náðu kjöri til í stjórnlagaráð og var sú leið farin. Þriðja leiðin, að hætta við allt saman, var ekki ásættanleg þótt til væru þeir sem það vildu helst. Tóku allir nema einn hinna kjörnu við tilnefningu þingsins, settust yfir verkið og leystu það vel af hendi á tilskildum tíma, sem að vísu var of skammur. Þeir sem lítinn áhuga hafa á framgangi málsins benda á að umboð stjórnlagaráðs sé veikt eins og í pottinn er búið. Hitt hlýtur að skipta meiru að álitlegur texti nýrrar stjórnar- skrár komi út úr starfi ráðsins. Enginn hefur borið á móti að svo sé, hvað sem líður ágreiningi um einstök atriði. Hjá því getur aldrei farið að skoðanir séu skiptar um verk af þessu tagi. Einum finnst of langt gengið í breytingum á stjórnarskránni, öðrum of skammt. Leitast var við að ná einingu í ráðinu og það tókst. Til þess þurftu fulltrúarnir auðvitað að leggja á sig mikla vinnu og málamiðlun. Það er lofsvert að slíkt skyldi lánast. Leiðarljósið í starfinu, sam- kvæmt því hvernig til þess var stofnað, var að efla lýðræðið, hið beina vald fólksins í landinu yfir sínum málum. Slíkt er krafa tímans.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166

x

Andvari

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.