Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 13

Andvari - 01.06.2011, Page 13
GUÐRÚN KVARAN Jakob Benediktsson Það er ekkert áhlaupaverk að skrifa um Jakob Benediktsson þannig að rétt og raunsönn mynd fáist af manni sem á sinn hógværa hátt átti þátt í að móta samtíð sína á svo mörgum sviðum. Hann var einstaklega hjartahlýr og hjálpsamur við þá sem til hans leituðu. Skipti þá ekki máli hvort um var að ræða menntaða fræðimenn eða stúdenta að berjast við vandamál námsefnisins. Hann átti mjög auðvelt með að umgangast yngra fólk sem jafningja þannig að áratuga aldursmunur þurrkaðist út. Þannig kynntist ég Jakobi strax í upphafi náms míns við Háskóla Islands, við urðum strax vinir og hélst sú vinátta allt til þess er hann féll frá. í minningargrein eftir Halldór Guðmundsson bókmenntafræðing er manninum Jakobi Benediktssyni afar vel lýst: Hlýja; hlýja, kankvísi og heiðskír skynsemi er það sem kemur í hugann þegar hugsað er til Jakobs Benediktssonar. Jakob var hlýr í viðmóti og óvenju örlátur við hvern þann fróðleiksfúsan mann sem til hans leitaði. En hann var að sama skapi áhugalítill um yfirborðsmennsku, grillufangara og allar þær bábiljur sem mark sitt setja á tíðarandann. Birta sígildrar kammertónlistar, gleði góðra sönglaga veitti honum óþrjótandi ánægju, en honum leiddist ómerkilegt sull á sviði listsköpunar og það sem honum leiddist leiddi hann hjá sér. Hann var alvörumaður í sínum fræðum, en neitaði sér ekki um gleði lífsins. Það var hátíðastund að fá að sitja hjá honum kvöldpart yfir viskýglasi og pípu, og alltaf þótti mér hann þá vera holdgerving þeirra lýsingarorða sem íslendingar hafa stundum um góða menn: ræðinn og skemmtinn.1 Ég get auðveldlega tekið undir öll þessi orð, nema viskýið. Ég fékk kaffi og sjerrýtár, þegar ég leit inn, Jakob reykti pípuna sína og Grethe, kona hans, smávindla. Jakob hafði oftast orðið og ég harma það nú að hafa ekki lagt margt betur á minnið sem hann sagði mér frá æviferli sínum. í því sem hér fer á eftir er reynt að bregða upp mynd af Jakobi eins og hann er mér í huga. Ég mun ekki vitna í persónuleg samtöl sem við áttum mörg og löng þar sem mig gæti misminnt og enginn annar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.