Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 17

Andvari - 01.06.2011, Page 17
ANDVARl JAKOB BENEDIKTSSON 15 Jakob er sígildur fulltrúi íslendínga sem voru bornir og barnfæddir á góðu sveitaheimili þar sem ríkti menníngarandi og mannúðarstefna, samsömuðu síðan þessu einstaka uppeldi hið besta í hámenníngu borgarinnar við Eyrar- sund. Þetta eru fjölnismenn aldanna.6 Halldór þekkti Jakob vel sem vin og þýðanda og lýsti honum í þessum orðum eins og best verður gert. Nám og störf í Kaupmannahöfn Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til frekara náms. Hann valdi klassísku málin latínu og grísku að viðfangs- efni, latínu sem aðalfag en grísku sem aukafag, og lauk kandídatsprófi árið 1932. Eftir að styrkinn þraut vann hann fyrir sér samhliða námi við margvísleg störf. í fjögur ár var hann herbergisfélagi Gísla Gestssonar, síðar safnvarðar við Þjóðminjasafn íslands, og varð úr ævilöng vinátta. Þeir leigðu t.d. saman píanó í Kaupmannahöfn en báðir voru þeir áhugamenn um tónlist. A námsárunum kynntist Jakob danskri konu, Grethe Kyhl, sem átti eftir að vera lífsförunautur hans í rúm sextíu ár. Grethe fæddist í Kaupmannahöfn 1909, dóttir Olafs Kyhl ofursta í danska hernum og Gerdu konu hans. Faðir hennar þurfti starfs síns vegna oft að flytjast á milli staða og var fjölskyldan því á faraldsfæti á upp- vaxtarárum Grethe. Eftir stúdentspróf, sem hún lauk í Fredericia á Jótlandi árið 1927, var hún fyrst í stað óráðin í hvað hún vildi leggja fyrir sig en svo fór að hún innritaðist í klassíska fornleifafræði við Kaupmannahafnarháskóla. Þau Jakob sóttu nokkur námskeið saman og svo fór að með þeim tókust góð kynni. Grethe var þá skemmra komin í námi en Jakob og lauk hún mag. art. prófi vorið 1936. 17. júní sama ár giftu þau sig og héldu til íslands í brúðkaupsferð. Áður hafði faðir Grethe látið hana læra að sitja hest svo að hún yrði búin undir íslenskar vegleysur. Jakob kynnti konu sína fyrir vinum og vandamönnum á Islandi en ekki ílentust þau á landinu að þessu sinni. Grethe tók þegar í brúðkaupsferðinni ástfóstri við land bónda síns og var ekki fráhverf því að flytjast þangað. Þau héldu þó til í Kaupmannahöfn öll stríðsárin vegna samgönguerfiðleika yfir hafið eins og reyndar margir íslendingar þurftu að gera.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.