Andvari - 01.06.2011, Page 17
ANDVARl
JAKOB BENEDIKTSSON
15
Jakob er sígildur fulltrúi íslendínga sem voru bornir og barnfæddir á góðu
sveitaheimili þar sem ríkti menníngarandi og mannúðarstefna, samsömuðu
síðan þessu einstaka uppeldi hið besta í hámenníngu borgarinnar við Eyrar-
sund. Þetta eru fjölnismenn aldanna.6
Halldór þekkti Jakob vel sem vin og þýðanda og lýsti honum í þessum
orðum eins og best verður gert.
Nám og störf í Kaupmannahöfn
Með námsstyrk upp á vasann hélt Jakob til Kaupmannahafnar til
frekara náms. Hann valdi klassísku málin latínu og grísku að viðfangs-
efni, latínu sem aðalfag en grísku sem aukafag, og lauk kandídatsprófi
árið 1932. Eftir að styrkinn þraut vann hann fyrir sér samhliða námi við
margvísleg störf. í fjögur ár var hann herbergisfélagi Gísla Gestssonar,
síðar safnvarðar við Þjóðminjasafn íslands, og varð úr ævilöng vinátta.
Þeir leigðu t.d. saman píanó í Kaupmannahöfn en báðir voru þeir
áhugamenn um tónlist.
A námsárunum kynntist Jakob danskri konu, Grethe Kyhl, sem
átti eftir að vera lífsförunautur hans í rúm sextíu ár. Grethe fæddist
í Kaupmannahöfn 1909, dóttir Olafs Kyhl ofursta í danska hernum
og Gerdu konu hans. Faðir hennar þurfti starfs síns vegna oft að
flytjast á milli staða og var fjölskyldan því á faraldsfæti á upp-
vaxtarárum Grethe. Eftir stúdentspróf, sem hún lauk í Fredericia á
Jótlandi árið 1927, var hún fyrst í stað óráðin í hvað hún vildi leggja
fyrir sig en svo fór að hún innritaðist í klassíska fornleifafræði við
Kaupmannahafnarháskóla. Þau Jakob sóttu nokkur námskeið saman
og svo fór að með þeim tókust góð kynni. Grethe var þá skemmra
komin í námi en Jakob og lauk hún mag. art. prófi vorið 1936. 17.
júní sama ár giftu þau sig og héldu til íslands í brúðkaupsferð. Áður
hafði faðir Grethe látið hana læra að sitja hest svo að hún yrði búin
undir íslenskar vegleysur. Jakob kynnti konu sína fyrir vinum og
vandamönnum á Islandi en ekki ílentust þau á landinu að þessu
sinni. Grethe tók þegar í brúðkaupsferðinni ástfóstri við land bónda
síns og var ekki fráhverf því að flytjast þangað. Þau héldu þó til í
Kaupmannahöfn öll stríðsárin vegna samgönguerfiðleika yfir hafið
eins og reyndar margir íslendingar þurftu að gera.