Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 19

Andvari - 01.06.2011, Síða 19
ANDVARI JAKOB BENEDIKTSSON 17 hann sig því til og kynnti sér af sama dugnaði og hann sýndi við annað nám sitt allt, sem hann komst yfir um hernaðarlist. Þannig varð hann viðræðuhæfur við ofurstann.7 Þarna er Jakobi vel lýst. Hann gekk einbeittur að hverju verki sem hann tók sér fyrir hendur og skildi ekki við það fyrr en hann hafði lokið því á þann hátt sem hann taldi viðunandi. A árunum 1932 til 1937 var Jakob stundakennari við ýmsa fram- haldsskóla í Kaupmannahöfn, m.a. við Schneekloths Skole frá 1935- 1937. Menntaskólakennslan hefur ekki verið fullt starf því að Jakobi bauðst að aðstoða Christian Blinkenberg fornleifafræðing (1863-1948) við að gefa út grískar áletranir sem fundist höfðu við uppgröft í bænum Lindos á eynni Rhodos. Blinkenberg vann ásamt Karli Frederik Kinch við uppgröft í Lindos á árunum 1900-1914. Mesta athygli vakti fundur þeirra á hofkroníkunni sem talin er frá 99 f. Kr. Blinkenberg var pró- fessor við Kaupmannahafnarháskóla 1916-1926 en helgaði sig eftir það fornleifafræðinni. Með honum vann Jakob við áletranirnar á árunum 1933-1942 nokkra tíma á dag í loftlítilli kjallarakompu á Konunglega bókasafninu. Aður en vinnunni með Blinkenberg lauk varð Jakob styrkþegi Arna- nefndar (Den arnamagnæanske kommission) í Kaupmannahöfn. Því starfi gegndi hann frá 1939-1946. Nefndin ber nafn Árna Magnússonar handritasafnara (1663-1730) og var sett á laggirnar 1760 til þess að hafa umsjón með Árnastofnun (Den arnamagnæanske stiftelse). Stofnuninni var komið á fót samkvæmt erfðaskrá Árna Magnússonar og Mette konu hans frá 1730 en tilgangurinn var að efla rannsóknir á norrænum málum, bókmenntum og sögu með stuðningi af handrita- og bókasafni Árna. Meðal verkefna sem Árnanefnd ákvað að ráðast í 1939 og lagði fé til var gerð sögulegrar orðabókar yfir forna málið frá elstu textum og fram undir 1540.8 Þar var miðað við fyrstu bókina sem prentuð var á íslensku, Nýjatestamenti Odds Gottskálkssonar sem gefið var út í Hróarskeldu 1540. Stefán Einarsson prófessor við John Hopkins háskól- ann í Bandaríkjunum var ráðinn aðalritstjóri verksins en Jakob og Ole Widding ritstjórar. Vegna stríðsins komst Stefán ekki til Danmerkur og sagði starfinu lausu 1942. Jakob vann við orðabókarverkið til 1946 er hann fluttist aftur til íslands en Ole Widding hélt áfram til 1977 að hann lét af störfum vegna aldurs. Ein af ástæðum þess að ráðist var í þetta stórvirki var sú að allt frá
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.