Andvari - 01.06.2011, Síða 20
18
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
því að Jakob og Wilhelm Grimm hófust handa við að gefa út þýska
sögulega orðabók 1852, Deutsches Wörterbuch, knúnir áfram af anda
rómantísku stefnunnar, var töluverður áhugi á slíkum orðabókum í
norðanverðri Evrópu. Bretinn Richard Trench hreifst af starfi þeirra
Grimmsbræðra og átti mikinn þátt í að leggja, ásamt fleirum, þ. á m.
James Murrey, grunn að því mikla orðabókarverki sem síðar fékk heitið
Oxford English Dictionary. Ahugi kviknaði einnig á Norðurlöndum
og um 1900 hófst Verner Dahlerup handa við dönsku sögulegu orða-
bókina, Ordbog over det danske sprog. Sænska akademían hafði hafið
sams konar verk aðeins fyrr.9
Norðmaðurinn Johan Fritzner hafði þegar gefið út fornmálsorðabók
í þremur bindum á árunum 1883-1896, Ordbog over det gamle norske
Sprog, og var fyrsta hugmynd Árnanefndar að þeir Jakob Benediktsson
og Ole Widding skipulegðu og ynnu að viðbótum við þá bók. Fljótlega
kom í ljós að sú hugmynd væri ekki skynsamleg og að betra væri
að byrja á nýrri fornmálsorðabók frá grunni og einskorða sig við
óbundið mál. Ástæðan þess var sú að ekki löngu fyrr eða 1931 hafði
Finnur Jónsson gefið út endurskoðaða orðabók Sveinbjarnar Egilssonar
yfir fornan norrænan kveðskap, Lexicon poeticum antiquœ linguœ
Septentrionalis, sem fyrst var gefin út 1860 með latneskum skýringum,
og hafði Finnur þýtt skýringarnar á dönsku. Þótti því óþarfi að gera
þeim hluta orðaforðans skil. Nýja orðabókarverkið var fyrst kallað Den
Arnamagnæanske Kommissions Ordbog en fékk síðar heitið Ordbog
over det norrpne prosasprog.
Það hefur án efa verið Jakobi góð reynsla að takast á við það með
Ole Widding að skipuleggja svo mikið verkefni frá grunni. Velja þurfti
texta til orðtöku, prentaðar bækur og skjöl með norsku efni fram til
1370 en íslensku fram til 1540. Svipað verk beið Jakobs á íslandi
þegar hann hafði tekið við forstöðumannsstöðu á nýstofnaðri Orðabók
Háskólans eins og rætt verður nánar hér síðar og hefur hann þar getað
byggt á fenginni reynslu.
Jakob var enn að vinna með Blinkenberg þegar hann hlaut orða-
bókarstöðuna og vann við bæði verkefnin á fjórða ár. Á árunum 1943-
1946 var hann bókavörður við Háskólabókasafnið í Kaupmannahöfn, 1.
deild, samhliða orðabókarstarfinu og ritari Hins íslenska fræðafélags í
Kaupmannahöfn frá 1934 til þess er hann hélt til íslands 1946.