Andvari - 01.06.2011, Síða 27
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
25
Önnur störf í Kaupmannahöfn
Ekki er allt upp talið sem Jakob fékkst við á Kaupmannahafnarárunum.
Það er eins og honum hafi aldrei fallið verk úr hendi og hann nýtt hverja
stund sem gafst til fræðilegra iðkana. Hér verða talin helstu verk Jakobs
fram að heimförinni. Ekki er viðlit að nefna allt sem hann skrifaði.
Til dæmis er sleppt greinunum sem birtust í Fróni og eru rétt tæplega
fjörutíu ef allt er talið, stuttar greinar og lengri og ritdómar. Vísast í
ritaskrá Jakobs sem prentuð var með afmælisriti hans 1987.22
Jakob kom að nokkrum útgáfum á Kaupmannahafnarárum sínum.
Hin fyrsta þeirra kom út á vegum Hins íslenska fræðafélags 1939 að
hvatningu Jóns Helgasonar sem þá var orðinn forseti félagsins. Um
var að ræða ævisögu, bréf og ritgerðir Gísla Magnússonar sýslumanns,
sem oft hefur verið nefndur Vísi-Gísli. Kom ritið út í röðinni Safn
Frceðafélagsins um ísland og íslendinga.23 Gísli var uppi 1621-1696,
menntaðist vel í Danmörku, Hollandi og Englandi og var lærdóms-
maður á sinni tíð með mikinn áhuga á búfræði og viðreisn Islands.
Jakob sagði með þessu riti ekki með öllu skilið við Gísla en gaf
1979 út bréf24 sem sendiherra Dana í Haag skrifaði Kristjáni IV.
Danakonungi þar sem fram komu hugmyndir Gísla um ýmsar fram-
kvæmdir á Islandi, m.a. um brennisteinsvinnslu, vinnslu saltpéturs og
saltvinnslu úr sjó.
I afmælisræðu um Jakob fimmtugan fjallaði Ásgeir Blöndal Magnús-
son sérstaklega um þessa bók sem hann hafði eitt sinn lesið eftir ungan
fræðimann sem hann þekkti ekki þá:
En bókin snart mig, ýtti harkalega við mér. Efnistökin voru ný og sterk, blærinn
ferskur, föng voru dregin víða að og heimildir traustar og kyrfilega raðað. Ég
sá allt í einu þennan kafla íslandssögunnar í nýju ljósi: andstæðufullt líf inn-
lendrar framvindu og víxláhrif þess við erlenda menningarstrauma.25
Nokkrum árum síðar gaf Jakob út tvær greinar um ísland eftir biskup-
ana Brynjólf Sveinsson og Þorlák Skúlason undir heitinu Two Treatises
°n Iceland from the 17th Century. Birtust þær í ritröðinni Bibliotheca
Arnamagnœana árið 1943. Nefndist ritgerð Þorláks Responsio subi-
tanea en Brynjólfs Historica de rebus Islandicis relatio. Ritgerðunum
fylgir ítarlegur formáli um forsögu þeirra, höfundana og heimildir
þeirra en lokakafli inngangsins er um handritin, sem Jakob gaf út, og
hvernig að útgáfunni var staðið.