Andvari - 01.06.2011, Side 37
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
35
Arngrímur hafði að segja lesendum sínum og hversu vel honum tókst
að ná settu marki, hins vegar að varpa ljósi á heimildir Arngríms og þá
þekkingu sem hann hafði á íslenskum fornbókmenntum.
Einar Olafur Sveinsson skrifaði ritdóm í Skírni um doktorsritgerðina
og komst svo að orði um Jakob og verk hans:
Vinnubrögð hans eru alveg dæmalaust skemmtileg, vísindaaðferðin örugg og
markviss. Hann forðast ekki neitt vandamál, sem á veginum verður, heldur
reynir að ráða fram úr þeim. Ástríða hans er að komast að sanni, hitt er honum
sama, hvor kostur af tveimur er réttari. Hann vegur möguleikana hverju sinni
af hófsemi og með dómgreind, og hann reynir að glöggva sig á, hvað unnt er
að vita og hvað ekki. Þar til kemur svo þekking hans, sem mikil er orðin, og
óþrjótandi elja.43
Um mikilvægi rannsóknar Jakobs skrifaði Sverrir Tómasson miðalda-
fræðingur: „Fyrir sögu íslenskra handrita er heimildakönnun Jakobs
á verkum Arngríms ómetanleg; sakir hennar er því unnt að rekja feril
allnokkurra handrita aftur á 16. öld.“44
Á þeim árum sem Jakob vann að Arngrími og verkum hans skrifaði
hann grein í Afmœliskveöju til Alexanders Jóhannessonarum þátt
Arngríms í málhreinsun og benti á að Arngrímur hefði fyrstur manna
boðað íslenska málhreinsunarstefnu á prenti. Því til sönnunar rakti
Jakob annars vegar dæmi úr Saltaranum, sem fengin voru úr Bœnabók
Musculi sem prentuð var á Hólum 1611, og hins vegar úr sérútgáfu á
híýja testamentinu frá 1609. Vitað er að Arngrímur þýddi bænabókina
en Jakob leiðir að því líkur að Arngrímur hafi einnig gert breytingar á
texta Nýja testamentisins. Þær beri sömu einkenni og breytingarnar á
sálmaágripinu.
Þótt breytingar Arngríms hafi ekki haft sýnileg áhrif á næstu útgáfur
Biblíunnar er viðleitni hans merkileg og rannsókn Jakobs afar áhuga-
verð.
Að fleiri ritum kom Jakob á næstu árum. Með Jóni Helgasyni gaf
hann út Hákonar sögu ívarssonar 1952 og rit um Skagafjarðarsýslu
1954 ásamt Pálma Hannessyni í röðinni Sýslu- og sóknarlýsingar Hins
lslenzka bókmenntafélags.
Arið 1958 gaf Jakob út Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá, svo
nefnda Skarösárbók. Hann kynnti sér uppskriftir Björns á Landnámu
Vjð rannsóknir sínar á Arngrími Jónssyni og sýndi fram á að Arngrímur
hefði notað uppskrift Björns þegar hann lauk við ritið Specimen