Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 39

Andvari - 01.06.2011, Page 39
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 37 Nú leið áratugur þar til Jakob sendi frá sér þá útgáfu sem líklega er þekktust meðal almennra lesenda. Um var að ræða íslendingabók og Landnámabók í röð Hins íslenska fornritafélags. Útgáfan var, eins 9g það annað sem Jakob sendi frá sér, afar vönduð. í inngangi að íslendingabók ræddi hann um ævi Ara fróða, um gerðir bókarinnar, hvenær hún var rituð, um heimildamenn og um tímatal. Hann rakti margvíslegar kenningar sem settar höfðu verið fram en mikið hafði verið skrifað um bókina. Fór Jakob vel og skipulega yfir þau skrif og fjallaði um þau af sanngirni eins og góðum fræðimanni sæmir. I inngangi að Landnámu studdist Jakob við rit Jóns Jóhannessonar um gerðir hennar en bætti talsverðu við og gerði góðar athugasemdir. Hann studdist við eigin rannsóknir á Skarðsárbók, sem áður er getið, og gerði grein fyrir öðrum handritum Landnámu, frumriti, Styrmisbók, Sturlubók, Hauksbók og Melabók og að lokum Þórðarbók, og aldur- greindi þau. Hermann Pálsson prófessor skrifaði ritdóm um útgáfuna °g eru þetta niðurlagsorð hans: Útgáfa Jakobs er höfuðviðburður í sögu íslenzkra fræða, og sýnir hún hvað hægt er að gera á þessu sviði, þegar vandað er til verks. Hið íslenzka fornrita- félag á miklar þakkir skilið fyrir að hafa fengið svo góðan fræðimann til að taka þetta að sér.49 újarni Einarsson handritafræðingur skrifaði einnig ritdóm í Timarit Máls og menningar og hafði þetta að segja um vinnu Jakobs: Með þessari útgáfu íslendingabókar og Landnámabókar er fenginn sá grund- völlur sem rannsóknir á skráðum heimildum um upptök íslands byggðar munu á hvíla á komandi árum. Hér hefur allt verið lagt fram sem Landnámuhandritin hafa að geyma, tengsl þeirra skýrð, gjörð grein fyrir niðurstöðum um einstök atriði, hugmyndum og tilgátum, óleystum vandamálum (næstsíðasti kafli for- málans er reyndar um það eitt). Hér munu fræðimenn og aðrir lesendur eiga greiðan aðgang að ekki aðeins traustum texta með leiðbeiningum um heim- ildagildi í hverju tilviki, heldur og njóta leiðsagnar um margvíslega hluti sem snerta efnið og rannsóknir á því.50 Ari síðar skrifaði Jakob afar góða samantekt í Saga Book51 um gildi Landnámabókar sem sögulegrar heimildar. Greinin byggði á fyrirlestri sem Jakob hélt bæði í Edinborg og London í tengslum við útgáfu sína. Halldór Laxness skrifaði grein í Lesbók Morgunblaðsins 1. júní 1969 undir heitinu Jakobsbók Landnámu. Hún var endurprentuð í
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.