Andvari - 01.06.2011, Page 45
andvari
JAKOB BENEDIKTSSON
43
veitti Alþingi þá 6000 króna styrk til verksins það ár og 1919. Dr. Björn
Bjarnason frá Viðfirði var ráðinn til verksins og honum til aðstoðar
þeir séra Jóhannes L. L. Jóhannsson, Jakob Jóh. Smári, sonur hans, og
Þórbergur Þórðarson rithöfundur. Björn kom þó aldrei að verkinu vegna
veikinda en þeir feðgar og Þórbergur komu að orðabókinni í hjáverkum
vegna fjárskorts næsta áratuginn þar til öllum styrk til verksins var
hætt, mest af pólitískum ástæðum.
Jón Aðalsteinn Jónsson gerði góða grein fyrir aðdraganda orða-
bókarstarfsins í tímaritinu Oröi og tungu og það sem fer hér á eftir fram
að ráðningu starfsmanna er frá honum.61
Alexander Jóhannesson, málfræðingur og síðar rektor Háskóla
Islands, var mikill áhugamaður um gerð sögulegrar orðabókar og
studdi verkið eftir bestu getu en allt kom fyrir ekki. Hann gaf þó ekki
upp alla von og lagði til að verkið næði frá upphafi prentaldar á Islandi
1540 í líkingu við verk Grimms og Murreys og var þeirri stefnu fylgt
þegar loks var hafist handa 1943.1 Danmörku hafði þegar verið unnið
að orðabók yfir forna málið frá 1939, eins og áður er getið, og kom
Jakob að því verki.
Árið 1943 samþykkti háskólaráð að veita úr Sáttmálasjóði 25.000
krónur „til þess að láta gera rannsókn um meginreglur fyrir vinnu að
sögulegri orðabók íslenzkrar tungu um tímabilið frá 1540 til vorra daga.“
Kennarar heimspekideildar ákváðu að ráða Magnús Kjartansson, þá
stud. mag., til þess að kynna sér orðabókarstarfsemi í Svíþjóð. Magnús
kom aldrei til starfa á Orðabókinni en á fundi háskólaráðs í september
1944 var samþykkt að veita úr Sáttmálasjóði 8000 krónur til þess að
greiða Árna Kristjánssyni, síðar menntaskólakennara á Akureyri, fyrir
vinnu við að orðtaka rit. í maí árið 1947 lagði stjórnarnefnd orðabókar-
verksins til að Jakob Benediktsson yrði ráðinn „forstöðumaður orða-
bókarstarfsins með dósentslaunum“ og kvaðst hann reiðubúinn til að
taka við því næsta haust. í maí þetta ár var Ásgeir Blöndal Magnússon
einnig ráðinn til verksins og sömuleiðis Árni Kristjánsson sem starfað
hafði við það fram til þess tíma meðfram öðru. Svo Jakob tók reyndar
við starfinu 1. janúar 1948 og gegndi því til ársloka 1977 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir eftir þrjátíu ára starf. Aðeins einu sinni leitaði
hann út fyrir Orðabókina þegar hann sótti um starf forstöðumanns
Handritastofnunar. Það var veitt Einari Olafi Sveinssyni.
Strax í upphafi starfs tókst góð vinátta með þeim Jakobi og Ásgeiri.
Hún var af því tagi sem öfundsverð er. Þeir voru ekki inni á gafli hvor