Andvari - 01.06.2011, Síða 54
52
GUÐRÚN KVARAN
ANDVARI
Þátturinn íslenskt mál og samstarf við Ríkisútvarpið
Ekki er hægt að skiljast við starf Jakobs á Orðabók Háskólans án þess
að minnast á þáttinn íslenskt mál sem flestir eldri íslendingar muna enn
eftir. Um langt árabil áttu Orðabók Háskólans og Ríkisútvarpið farsælt
samstarf um íslenska tungu, varðveislu hennar og miðlun fróðleiks til
almennings í landinu. Samstarf þetta hófst í nóvember 1956 með því
að starfsmenn Orðabókarinnar tóku að sér þáttinn um íslenskt mál sem
verið hafði á dagskrá útvarpsins þá um nokkurt skeið. Svo virðist sem
samið hafi verið um að Orðabókin sæi um flutninginn veturinn 1956 til
1957 en þetta samstarf stóð í 52 ár.
Fyrstu flytjendur þáttarins voru þeir Jakob, Asgeir og Jón Aðal-
steinn, en þess er rétt að geta að Jón hafði, áður en hann réðst til Orða-
bókarinnar, verið umsjónarmaður þáttar um íslenskt mál um skeið. Þeir
þrír skiptust á að flytja þáttinn í tæp tuttugu ár eða þar til Gunnlaugur
Ingólfsson bættist í hópinn haustið 1975. Sú sem þetta skrifar tók við af
Jakobi Benediktssyni haustið 1978 og hafði hann þá flutt þætti í 22 ár.
Við vorum lengi fjögur sem skiptum með okkur flutningi þótt fáeinir
aðrir hafi komið að þættinum í lengri eða skemmri tíma. Vaninn var að
hefja syrpuna fyrsta vetrardag og ljúka henni um sumarmál. Þátturinn
var frumfluttur vikulega og endurtekinn síðar í sömu viku.
í fyrsta þættinum, sem fluttur var 6. nóvember 1956, gerði Jakob
nokkra grein fyrir því hvað hlustendur ættu í vændum. Ekki var ætlun
flytjenda að breyta því sniði sem verið hafði á þættinum fram að því
að þeir tóku við. Að hálfu átti hann að vera „stutt erindi eða rabb við
hlustendur um íslenzkt mál, en að hálfu svör við spurningum hlust-
enda.“80 En þá þegar sáu orðabókarmenn hversu gagnlegt það gæti
reynst Orðabókinni að vera í góðum tengslum við almenning. I upp-
hafsþættinum komst Jakob svo að orði:
Þó að þessum þætti sé framar öllu ætlað að vera fræðsluþáttur fyrir al-
menning, þá skal hinu ekki leynt að við orðabókarmenn væntum okkur af
honum nokkurs fróðleiks frá þeim sem á hann hlusta og senda honum bréf.
Hvorttveggja er, að spurningar um íslenska tungu geta veitt bæði beina og
óbeina fræðslu um ýmsa hluti sem okkur fýsir að vita, og eins er ekki loku
fyrir skotið að við munum stundum beina spurningum til hlustenda um
atriði sem okkur skortir tilfinnanlega vitneskju um. Mættu svo báðir aðiljar,
hlustendur og við, hafa af þættinum nokkurt gagn, og samstarf takast sem
báðum gæti komið að notum.