Andvari

Árgangur

Andvari - 01.06.2011, Síða 54

Andvari - 01.06.2011, Síða 54
52 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI Þátturinn íslenskt mál og samstarf við Ríkisútvarpið Ekki er hægt að skiljast við starf Jakobs á Orðabók Háskólans án þess að minnast á þáttinn íslenskt mál sem flestir eldri íslendingar muna enn eftir. Um langt árabil áttu Orðabók Háskólans og Ríkisútvarpið farsælt samstarf um íslenska tungu, varðveislu hennar og miðlun fróðleiks til almennings í landinu. Samstarf þetta hófst í nóvember 1956 með því að starfsmenn Orðabókarinnar tóku að sér þáttinn um íslenskt mál sem verið hafði á dagskrá útvarpsins þá um nokkurt skeið. Svo virðist sem samið hafi verið um að Orðabókin sæi um flutninginn veturinn 1956 til 1957 en þetta samstarf stóð í 52 ár. Fyrstu flytjendur þáttarins voru þeir Jakob, Asgeir og Jón Aðal- steinn, en þess er rétt að geta að Jón hafði, áður en hann réðst til Orða- bókarinnar, verið umsjónarmaður þáttar um íslenskt mál um skeið. Þeir þrír skiptust á að flytja þáttinn í tæp tuttugu ár eða þar til Gunnlaugur Ingólfsson bættist í hópinn haustið 1975. Sú sem þetta skrifar tók við af Jakobi Benediktssyni haustið 1978 og hafði hann þá flutt þætti í 22 ár. Við vorum lengi fjögur sem skiptum með okkur flutningi þótt fáeinir aðrir hafi komið að þættinum í lengri eða skemmri tíma. Vaninn var að hefja syrpuna fyrsta vetrardag og ljúka henni um sumarmál. Þátturinn var frumfluttur vikulega og endurtekinn síðar í sömu viku. í fyrsta þættinum, sem fluttur var 6. nóvember 1956, gerði Jakob nokkra grein fyrir því hvað hlustendur ættu í vændum. Ekki var ætlun flytjenda að breyta því sniði sem verið hafði á þættinum fram að því að þeir tóku við. Að hálfu átti hann að vera „stutt erindi eða rabb við hlustendur um íslenzkt mál, en að hálfu svör við spurningum hlust- enda.“80 En þá þegar sáu orðabókarmenn hversu gagnlegt það gæti reynst Orðabókinni að vera í góðum tengslum við almenning. I upp- hafsþættinum komst Jakob svo að orði: Þó að þessum þætti sé framar öllu ætlað að vera fræðsluþáttur fyrir al- menning, þá skal hinu ekki leynt að við orðabókarmenn væntum okkur af honum nokkurs fróðleiks frá þeim sem á hann hlusta og senda honum bréf. Hvorttveggja er, að spurningar um íslenska tungu geta veitt bæði beina og óbeina fræðslu um ýmsa hluti sem okkur fýsir að vita, og eins er ekki loku fyrir skotið að við munum stundum beina spurningum til hlustenda um atriði sem okkur skortir tilfinnanlega vitneskju um. Mættu svo báðir aðiljar, hlustendur og við, hafa af þættinum nokkurt gagn, og samstarf takast sem báðum gæti komið að notum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166

x

Andvari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.