Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 56

Andvari - 01.06.2011, Page 56
54 GUÐRÚN KVARAN ANDVARI á fjölda heimildarmanna og dreifingu þeirra eftir landshlutum. Þá reyndust á heimildarmannaskrá 2367 nöfn, 1467 karla og 900 kvenna. Flestir voru af Suðurlandi eða 874, svipaður fjöldi var af Vestur- og Norðurlandi eða um 600 en fæstir á Austurlandi eða 300. Tala heim- ildarmanna hélt áfram að aukast allt til þess að þættinum var endan- lega hætt 2010. Starfsmenn Orðabókarinnar fundu vel hversu margir fylgdust reglu- lega með þættinum þótt allir hlustendur hefðu ekki endilega samband. Orðum var gaukað að þeim við margvísleg tækifæri og allir voru sammála um hversu ánægjulegt það væri að finna hlýju og velvild hlustenda í garð þáttarins þegar hann hóf göngu sína á haustin og heyra að þeir væru enn reiðubúnir til að leggja söfnuninni lið. Þeir kunnu að meta þessa söfnun sem ekki var einungis í þágu Orðabókar Háskólans heldur einnig viðleitni til að forða frá gleymsku orðum og orðtökum sem lifað höfðu með þjóðinni um aldir en voru mörg hver að hverfa við nýtt vinnulag, búferlaflutninga og örar þjóðfélagsbreytingar. Með aukinni tækni og vélvæðingu voru óðum að leggjast niður gamlar vinnuaðferðir og þau verkfæri og það handbragð sem til þeirra þurfti. Um leið og slíkt gerist fyrnist smám saman yfir orðin sem tengdust þessum verkþáttum og hver síðastur var að bjarga mörgum þeirra frá gleymsku. Þarna gátu hlustendur best aðstoðað og miðlað af fróðleik sínum og þekkingu. Talmálssafn Orðabókarinnar er afar verðmætt. Margt af því sem þar er að finna væri að eilífu glatað ef Orðabókin, hlustendur og útvarpið hefðu ekki lagst á eitt að halda þeim heimildum til haga, heimildum sem ekki verða metnar til fjár. Má því með sanni segja að þær vonir sem fram komu í fyrsta þætti Jakobs hafi ræst. Kennsla við Háskóla íslands Vegna þekkingar sinnar á latínu og grísku var Jakob ráðinn stunda- kennari við Háskóla íslands frá 1959-1966. Hann kenndi klass- íska latínu og miðaldalatínu stúdentum sem lásu latínu til BA-prófs en einnig miðaldalatínu þeim sem bjuggu sig til cand. mag. prófs í íslensku. Hann tók saman fjölritað kver 1959 með þekktum íslenskum textum frá 11. öld til 18. aldar82 sem hann lét stúdenta þýða og hló í barminn að glannalegum vitleysum. Aftur kenndi hann miðaldalatínu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.