Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 59

Andvari - 01.06.2011, Page 59
andvari JAKOB BENEDIKTSSON 57 voru boðaðir til fundar og meðal þeirra sem mættu var Jakob. Á fund- inum var skipað í nýja stjórn og varð Jakob einn stjórnarmanna meðan heilsan leyfði.86 Jakobi þótti það alla tíð leitt að hafa ekki lært að spila vel á hljóðfæri. Hann gat þó spilað ágætlega á píanó og lék oft undir þegar sungið var í góðra vina hópi. Hann átti sér eftirlætis sönglag sem hann söng oft með vinum. Það var Salve, mi bone fons við kvæði eftir Benedikt Gröndal.87 Formadur íslenskrar málnefndar Eitt af mörgum störfum sem Jakob tók að sér var formennska í íslenskri málnefnd.88 Hann tók sæti Halldórs Halldórssonar prófessors þegar sá síðarnefndi hvarf úr nefndinni 1966. Á fyrsta fundi nýrrar nefndar var Jakob kjörinn formaður og gegndi hann því starfi í 12 ár eða þar til hann hætti vegna aldurs í árslok 1977. Nefndin var þá þriggja manna og störfuðu með Jakobi þeir Bjarni Vilhjálmsson þjóðskjalavörður og Þórhallur Vilmundarson prófessor. Hafði Jakob aldrei ætlað sér að sitja lengi í nefndinni og tók eiginlega sæti í henni vegna eindreginna óska annarra. Eins og hans var vani lagði hann sig fram um að vinna verkið vel. Starfsemin fólst á þeim árum aðallega í ráðgjöf. Hún var einkum tvenns konar, annars vegar yfirlestur á orðaskrám sérfræðinga í ýmsum greinum og hins vegar svör við fyrirspurnum um málfarsleg efni. Oftast lenti á Jakobi að svara almennum fyrirspurnum í síma hvort heldur var um rétt mál eða rangt eða nýmyndanir orða. Af langri reynslu veit ég að slík þjónusta getur verið afar tímafrek og lýjandi. Jakob tók árlega saman skýrslu á dönsku um starf Islenskrar mál- nefndar. Sú fyrsta var skrifuð 1967. Frá 1970 til 1977 birtust skýrslur Jakobs eins og annarra norrænna málnefndarmanna í Sprák i Norden. I síðustu skýrslu sinni, sem birtist 1978, dró Jakob saman hið helsta sem um ráðgjafarstarfið var að segja og er sýnilegt að það var allnokkuð.89 Þar gerði hann grein fyrir þeim meginreglum sem hann fór eftir við ráðgjöfina. Hann benti á að hann hefði í raun haft þar tvö hlutverk, annars vegar sem orðabókarritstjóri og hins vegar sem formaður mál- nefndarinnar. Þær reglur sem hann setti sér voru fjórar og verða þær birtar hér í þýðingu Baldurs Jónssonar:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.