Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 78

Andvari - 01.06.2011, Page 78
76 ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ANDVARI Er þetta hvatningarbréf Jóns innfært sem fyrsta skjal í Gjörðabók Þjóðvina- félagsins þannig að hann hefur sjálfur litið á það sem fyrstu tildrög að stofnun félagsins. Suður-Þingeyingar tóku upp keflið vorið 1870 með Tryggva Gunnarsson alþingismann og kaupstjóra Gránufélagsins í fararbroddi. Tryggvi dvaldi tíðum vetrarlangt í Kaupmannahöfn. Gerðist hann mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni og kynntist vel högum hans. Má segja að hann hafi nánast tekist á hendur að gerast sérlegur fjáröflunarstjóri forseta. Ritaði hann ýmsum um samskot til handa Jóni vorið 1870 en heimtur urðu tregar. Tryggvi bar sig saman við Einar Ásmundsson í Nesi fyrir vorfund Búnaðarfélags Suður- Þingeyinga. Tryggvi segir svo frá löngu síðar að þeir hafi komið sér saman um að bera upp á fundinum, „þó ekki samskotabeiðni, það myndi rýra álit Jóns hjá almenningi og særa höfðingslund hans sjálfs“ heldur tillögu um stofnun framfarasjóðs eða félags „til þjóðheilla“ er yrði öllum opið gegn vægu árstillagi.7 Fengu þeir Tryggvi og Einar til liðs við sig Jón Sigurðsson á Gautlöndum til að serrvja drög að lögum félagsins, sem urðu síðan stofn að lögum Þjóðvinafélags. Á fundinum var samþykkt að stofna sjóð „er varið skyldi til að efla málstað íslendinga í stjórnarmálinu,“ eins og það var orðað í fundargerð.8 Félagsskapurinn, sem hið öfluga þríeyki Þingeyinga vildi hrinda úr vör, var þó ekki einvörðungu hugsaður sem umbúðir utan um samskot til Jóns forseta, eins og ráða mætti af þessari frásögn Tryggva löngu síðar, heldur tók hann mið af markmiðum og skipulagi Selskapet for Norges Vel, sem þeir skírðu „Þjóðheillafélag Norðmanna“ en Jón Sigurðsson kallaði „Velfarnaðarfélag Noregs“. Þetta Framfarafélag Noregs var stofnað árið 1809 til að gæta hagsmuna Norðmanna innan Danaveldis og vinna að framförum þjóðarinnar. Náði það brátt útbreiðslu um land allt og varð nánast ríki í ríkinu, einkum á tímum siglingateppu í Napoleonsstríðunum. Félagsmenn söfnuðu meðal annars fyrir stofnun háskóla í Christianiu og studdu við lýðfræðslustarf Wergelands. Det Kongelige Selskab for Norges Vel er eins og Þjóðvinafélagið enn starfandi sem menningarfélag. Stefnumið hins norska framfarafélags féllu vel að framsækinni hugmynda- fræði Þingeyinganna. Einkum tók Jón á Gautlöndum málið upp á sína arma og ritaði í blöðin um nauðsyn stofnunar framfarafélags á landsvísu.9 Hann var síðan í laganefndum Þjóðvinafélags bæði 1871 og 1873; og honum var falið að halda aðalræðuna á þjóðhátíðinni sem Þjóðvinafélagið hélt á Þingvöllum 1874 þar sem nafni hans var fjarverandi eins og alræmt er orðið. Jón Sigurðsson alþingisforseti hafði einnig sagt fyrir um skipulag líkt því sem Þjóðvinafélagið tók upp þegar hann mælti fyrir samtökum um það sem hann nefndi „Landsjóð undir umráðum landsmanna sjálfra“ í Nýjum félags- ritum árið 1862.10 Eitt af meginstefjum í málflutningi Jóns var að íslendingar þyrftu að sýna að þeir kynnu að sameina krafta sína til nytsamra fyrirtækja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.