Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 81

Andvari - 01.06.2011, Page 81
andvari JÓN SIGURÐSSON OG HIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG 79 ógleymdum hans tryggustu liðsforingjum: séra Eiríki Kúld og Halldóri Kr. Friðrikssyni yfirkennara. Margir gamlir samherjar höfðu þó snúið frá rót- tækni til afturhalds. Og margir efnismenn í Félagsritahópnum fylltu nú raðir embættismanna með tilheyrandi þjónkun við stjórnina er Jóni sárnaði mjög.19 Jón Sigurðsson og stefna hans naut aftur á móti eindregins stuðnings nýrrar og róttækrar kynslóðar, sem alist hafði upp í þjóðernisvakningu aldarinnar og kenndi sig gjarnan við þjóðvináttu. I þessum hópi voru námsmenn í Kaupmannahöfn en einnig verslunar- og athafnamenn. I febrúar 1872 stofnuðu nokkrir þeirra félagið Atgeirinn sem var „sérstök deild Hins íslenzka þjóðvinafélags“ til að halda upp vörn fyrir réttindum íslendinga í ræðu og riti.20 Atgeirinn var hreint leynifélag: starf þess var leyndarmál öllum utanfélagsmönnum. Raunar var félagsskapurinn svo leynilegur að hann hefur aldrei almennilega komist inn í sögu íslands. Þó voru í hópi Geirunga, en svo nefndu meðlimir Atgeirsins sig, margir af helstu leiðtogum þjóðarinnar á komandi áratugum þótt ekki væru þeir ætíð samherjar. Geirungar voru áróðurssveit sem ritaði greinar, einkum í norsk blöð, til stuðnings málstaðs Jóns Sigurðssonar og hlífði hvergi þeim er deigari þóttu. Einkum beindu þeir spjótum sínum að konungkjörnum þingmönnum og minni- hlutamönnum, en þeir höfðu í bænaskrá til konungs um stjórnskipunarmálið í þinglok 1871 verið óvenju harðorðir í garð meirihlutans sem hefði komið fram jþeð „ískyggilegar skoðanir“ sem ekki væru samkvæmt „hugsunum og vilja" Islendinga.21 Segja má að gefið hafi verið út skotleyfi á hina konungkjörnu og Grím Thomsen, sem hallaðist á sveif með þeim þótt þjóðkjörinn væri. Söfnuðu Geirungar fyrir sektarfé er þeir eða öllu heldur útgefendur þeirra voru dæmdir fyrir ærumeiðingar. Mikilvægt þótti þjóðvinum að skýrt væri hvar þjóðarvilj- inn lægi. Jón Sigurðsson var ekki sjálfur í Atgeirnum en fylgdist vel með og las yfir greinaskrif. Þá var hann mikilvirkur stuðningsmaður þess sem nefna mætti athafnadeild Atgeirsins, en það voru forkólfar verslana og verslunarfélaga, sem sum hver leituðu eftir viðskiptasamböndum í Noregi. Segja má að fallið hafi saman veldisskeið norsk/ensku verslunarfélaganna og Þjóðvinafélagsins. Þau færðust of mikið í fang, einkum Norska samlagið svokallaða þó að í Noregi héti það íslenska samlagið.22 En það virtist boðberi nýrra framfara- °g þjóðfrelsistíma er 177 lesta gufuskip félagsins kom til hafnar í Reykjavík þann 25. maí 1872 og bar heiti frelsishetjunnar: „s/s Jón Sigurðsson“. En Norska samlagið „strandaði“ eins og Jóns Sigurðsson orðaði það og bætti við: ”Allar hrakspár rætast hjá oss.“23 Áfram hélt þó Gránufélag um sinn og mjög efldist verslun og útgerð Ásgeirs skipherra Ásgeirssonar á Isafirði en Tryggvi Gunnarsson kaupstjóri Gránufélags og Ásgeir kaupmaður voru meðal helstu fprkólfa Þjóðvinafélagsins í Kaupmannahöfn þar sem þeir höfðu vetursetu.24 Asgeir var auk þess mestur afreksmaður að afla félaginu styrktarfjár.25
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.