Andvari

Årgang

Andvari - 01.06.2011, Side 82

Andvari - 01.06.2011, Side 82
80 ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ANDVARI III Loft var lævi blandið allt árið 1872. Þjóðernishyggja var nú í hávegum og Danahatur magnaðist. Menn gerðust róttækir mjög eða „rauðir" eins og þá var kallað, og sumir eld- rauðir; drógu hrafna og dulur að hún; kyrjuðu íslendingabrag og hrópuðu: „Niður með landshöfðingjann!“ Var þá nema von að stjórnarherrum stæði stuggur af hinum nýju meintu leynisamtökum Þjóðvina, sem andstæðingar Jóns vildu kenna við leynileg írsk þjóðernissamtök er þá höfðu sig mjög í frammi. Stjórnvöld létu spyrjast fyrir um áðurnefndan erindrekstur Eggerts Gunnarssonar og þótt þeim væri ókunnugt um Atgeirinn, fór hinn nafnlausi áróður Geirunga í erlendum blöðum ekki framhjá neinum. Jón Sigurðsson lá ekki á liði sínu og ritaði róttækustu og harðorðustu Félagsritsmíð um prjónakodda stjórnarinnar þar sem hann boðaði í niður- lagi öflug og almenn samtök - væntanlega hið enn hálf leyndardómsfulla Þjóðvinafélag - sem hinn eina veg til að ávinna þjóðar- og landsréttindi íslendinga: Eptir því sem nú horfir við er ekki líklegt að vér ávinnum þessi réttindi vor, nema með algjörum samtökum og lögbundnum félagsskap um allt land, og því þurfum vér að koma fram ef á þarf að halda með áþekku fyrirkomulagi og tíðkast meðal annara þjóða, sem vilja hafa fram sín allsherjar-mál.26 Danir voru á þessum árum viðkvæmir fyrir því að vera vændir um harð- drægni í réttindamálum íslendinga í erlendum blöðum. Fyrrum sáu þeir „Slésvík-Holsteinska“ aðskilnaðarsinna í hverjum þeim er talaði fyrir sjálfs- forræði íslands og oft hafði Jón Sigurðsson verið kenndur við „separatisma". En nú voru breyttir tímar eftir að danska krúnan glataði hertogadæmunum 1864. Danskt þjóðarbrot bjó nú við þýska stjórn og dönsk blöð kvörtuðu sáran undan menningarlegri kúgun stjórnvalda í Berlín á danska minnihlutanum. Dönskum stjórnarherrum og þingmönnum var jafnframt fullljóst að augu heimsins myndu hvíla á þeim er fagnað yrði 1000 ára afmæli íslandsbyggðar. Það vissu líka Jón Sigurðsson og þjóðvinir og áttu eftir að færa sér í nyt með því að biðla til konungs um viðunandi lausn á stjórnarbótarmálinu. Fyrir þinghald 1873 stóð Þjóðvinafélagið fyrir endurreisn Þingvallafunda þótt frumkvæðið kæmi utan félagsins.27 Halldór Kr. Friðriksson varaformaður Þjóðvinafélagsins boðaði til Þingvallafundarins eftir að hafa aflað samþykkis Jóns Sigurðssonar, sem þó var hikandi í málinu; kaus fremur héraðsfundi er sendu bænaskrár til Alþingis en „þjóðfund“ á Þingvöllum. Skyldi kjósa tvo fulltrúa úr hverju kjördæmi á sérstökum Þjóðvinafélagsfundum og mættu þeir ekki vera alþingismenn. Hafa boð þessi gengið um fulltrúanet félagins og
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.