Andvari - 01.06.2011, Síða 86
84
ÓLAFUR ÁSGEIRSSON
ANDVARI
heldna stefnu...svo menn gæti varist því, að þær stefnur, skoðanir og yfir-
lýsingar komi fram á strjálingi og frá hendi einstakra manna, sem þjóð
vorri í heild sinni væri miður hugleiknar, án þess hún komi orði fyrir sig“.37
í fyrsta sinni fjallaði stjórnmálaflokkur um það hverjir ættu að veljast til
þingsetu og aldrei síðar hefur jafn öflugur flokkur á landsvísu lagt drög að
kosningabaráttu.
IV
Þjóðvinafélagið var á árunum 1871-1874 öflug og áhrifarík stjórnmála-
samtök. Treglegar gekk að koma hinu þjóðlega framfarafélagi á legg. Tvær
manneskjur voru lítillega styrktar til búnaðarnáms og nokkrir ritlingar gefnir
út auk Andvaragreina. Staðreyndin var sú að aldrei gekk vel að safna fé til
hinna almennu framfaramála félagsins sem gerði því kleift að „styrkja sér-
hvað það, sem efla má bæði bóklega og verklega menntun í landinu, verzlun
og verzlunarsamtök, atvinnu og framför landsmanna í hverju efni sem er,
bæði til sjós og lands“, - eins og það er fjálglega orðað í lögum félagsins. Illa
gekk að heimta lofuð framlög og aldrei varð til álitlegur framfarasjóður. Jón
Sigurðsson orðaði það svo í upphafi að Þjóðvinafélagið fengi „theoretice“
góðar viðtökur en minna í „practice“; menn skildu ekki „hvað er að taka sig
saman“ þótt þeir væru alltaf að blessa sig og gefa sér þá fengist ekkert til þess
sem þyrfti.38 Landsmenn voru viljugir að styrkja Jón sjálfan en vildu minna
leggja til almennra mála.
Þó var Jón Sigurðsson stöðugt að hvetja menn til dáða og samskota fyrir
félagið. Taldi hann öll tormerki á því haustið 1874 að félagið gæti látið
verulega að sér kveða í verklegum efnum á meðan það hefði engan stofn og
„landsmenn á báðum áttum með það.“ Var þetta fremur óþægilegt fyrir Jón
forseta þar sem Þjóðvinafélagið var hans persónulegi styrktarsjóður og ávallt
gekk vel að skjóta saman fé til að sjá honum og fyrirtækjum hans farborða.
Kom Jón oft að þessu í bréfum, t.d. í bréfi til Björn Jónssonar ritstjóra
haustið 1874:
Það er nú svosem sjálfsagt, að eg get þegið allar góðgjörðir, en það er þó undarlegt, að
verja mestu af árstekjum félagsins handa forseta einum, og það munu líklega þeir, sem
hafa gott auga á mér, fljótt finna, en þetta jafnaðist hentuglega, ef efni félagsins væru
meiri...39
Tilefni þessara orða forseta voru ráðagerðir um blaðaútgáfu og prentsmiðju-
stofnun en hvort tveggja var meðal stefnumiða þjóðvina. Einkum var rætt
um að koma á laggir öflugu þjóðblaði undir öruggri stjórn þjóðvina. Jón
Sigurðsson og stuðningsmenn hans lentu í þeirri óþægilegu stöðu í fjárhags-