Andvari - 01.06.2011, Page 87
andvari
JÓN SIGURÐSSON OG HIÐ ÍSLENSKA ÞJÓÐVINAFÉLAG
85
málinu 1865 að öll íslensku blöðin voru þeim andsnúin í málinu, og þurftu
þeir að gefa út sérstakt rit til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri (en
Félagsritin lágu þá einnig í dvala). Þá var loft oft lævi blandið í byrjun áttunda
áratugarins: blöð bönnuð og gerð upptæk og því ekki að treysta að prent-
smiðja landsins yrði opin fyrir skoðunum stjórnarandstöðunnar.
Benedikt Sveinsson beitti fyrir sig Þjóðvinafélagi er hann safnaði fyrir
Elliðavatnsprenti er aldrei fékk starfsleyfi. Rætt var um stofnun þjóðblaðs
þegar haustið 1871 er átti að heita „Þjóðvinurinn“. Varð það ein ástæða þess
að Jón Guðmundsson hóf að rita um hið leyndardómsfulla Þjóðvinafélag í
blað sitt Þjóðólf, sem hann hafði raunar boðið þjóðvinum til kaups. Hópur
heimkominna Geirunga undir forystu Péturs Eggerz stofnaði síðan með sér
þjóðblaðsfélag í árslok 1873 með þá stefnu að koma upp vönduðu blaði er
nefna átti ísafold. Fór vel á því að fyrsti formaður Atgeirsins, Björn Jónsson,
hæfi útgáfu blaðs með sama heiti haustið 1874 með beinum og óbeinum
stuðningi Geirunga auk þess sem Jón Jónsson, landritari og forstöðunefndar-
maður í Þjóðvinafélagi, lagði til blað sitt, Víkverja. Þótt ísafold starfaði ekki
beinlínis undir merkjum Þjóðvinafélags var útgáfa þess þannig ættuð úr ranni
félagsins.
Þótt ekki settu þjóðvinir á laggir þjóðblað eru útgáfustörf ástæða lang-
lífis Hins íslenska þjóðvinafélags. Enn koma út á þess vegum útgáfurit Jón
Sigurðssonar, Almanakið og Andvari en það heiti var tekið upp á Nýjum
félagsritum er Þjóðvinafélagið tók yfir útgáfuna.40 Rekstur Nýrra félags-
rita var ætíð erfiður og kaupendahópurinn aldrei stór þótt ritin bærust víða.
Fjóðvinafélagið hóf þegar eftir stofnun þess að styrkja útgáfu Félagsritanna.
Arið 1874 varð síðan að samkomulagi að Þjóðvinafélagið yfirtæki útgáfu
Nýrra félagsrita. Kom fyrsti árgangur Andvara út haustið 1874 og hafði Jón
Sigurðsson umsjón með útgáfunni á meðan kraftar og heilsa leyfðu. Fyrsta
greinin í hinu nýja riti var um nýfengna stjórnarskrá eftir Jón Sigurðsson og
er hún einnig merkilegt endurlit forseta yfir stjórnmálabaráttu sína og stefnu-
mið.41
V
Fjóðhátíðin (og Þingvallafundurinn) 1874 var ekki einvörðungu hápunktur í
Pólitísku starfi Þjóðvinafélagsins heldur á vissan hátt svanasöngur. Þrátt fyrir
hvatningarorð Jóns Sigurðssonar og nokkurra Geirunga færðist deyfð yfir
stjórnfrelsisbaráttuna eftir að stjórnarskráin var fengin. Matthías Jochumsson,
sem setið hafði marga Þjóðvinafélagsfundi í Kaupmannahöfn veturinn 1874,
en nú var orðinn ritstjóri Þjóðólfs, taldi þrátt fyrir Andvaragrein „vors gamla,
kappsnúna, óþreytandi þjóðhöfðingja, Jóns Sigurðssonar“, um stjórnarskrána