Andvari

Volume

Andvari - 01.06.2011, Page 88

Andvari - 01.06.2011, Page 88
86 ÓLAFUR ÁSGEIRSSON ANDVARI þar sem hvatt var til nýrrar baráttu fyrir breytingum og umbótum, vera „skyn- samara og hyggilegra“ að leggja niður deilur og flokkadrætti þar til á kæmist „eitthvert fast og eðlilegt samheldi“ milli þings og þjóðar annars vegar og stjórnarinnar hins vegar. Forsenda þess væri að fella niður fornan fjandskap og tortryggni við stjórnina.42 Jóni Sigurðssyni þótti Matthías löngum laus í rásinni í þjóðmálum en líklega talaði skáldið hér fyrir stórum hópi stuðnings- manna forseta. Jón Sigurðsson reyndi hvað hann gat til að halda mönnum við efnið en brast brátt heilsa. Lokahvatning hans til Þjóðvinafélagsfulltrúa 1877 er dæmigerð: Af því nú er von á, að alþíng verði haldið í sumar, þá er það nauðsyn að einkum alþingismenn ráði með sér, á hvern hátt þeir vilja veita félaginu þá liðveislu, sem því gæti verið að fullum notum. því ekki þykist eg geta gjört ráð fyrir að íslendingar láti falla um koll þá félagsstofnun, sem þeir rétt aðeins hafa byrjað á með nokkru fjöri, og mætti verða þeim að hinu mesta gagni.43 Raunsæ eru þó ummæli hans í bréfi til Björns Jónssonar í einu af síðustu bréfum vorið 1878 en líklega hefur Jón horft til Björns ritstjóra sem hugsan- legs arftaka sem leiðtoga í þjóðmálastarfi: Mér þætti vænt að heyra, hvað gengi til að fá nokkurn vöxt í Þjóðvinafélagið. Það er einhvernveginn öfugur straumur í okkar framkvæmdum og líklega ekki gott viðgerðar, svo það geti kippzt í lið aftur.44 VI Eftir fráfall Jóns Sigurðssonar varð enginn til að taka upp merkið. Tryggvi Gunnarsson varð forseti félagsins og gerði það að hægfara hálfopinberu útgáfufélagi. Ekki leikur þó á því vafi að fá ef nokkur stjórnmálasamtök á íslandi hafa látið jafn mikið að sér kveða eða verið jafn ráðandi í stjórnmála- lífi landsins og Hið íslenska þjóðvinafélag var á árunum 1871-1874. Þjóðvinafélagið mætti ef til vill skoða sem regnhlífarsamtök: það var flokkur Jóns Sigurðssonar á þingi; það innihélt leynilega áróðursdeild, Atgeirinn; það var almennur og opinn félagsskapur, fyrir karla og konur, ríka og fátæka, framfarafélag á landsvísu; það var net trúnaðarmanna flokks Jóns Sigurðssonar á landsvísu sem telja mætti kerfisvæðingu eldra óform- legs tengslanets stuðningsmanna Jóns sem nú var aukið og eflt. Þar á meðal voru umboðsmenn Félagsritanna enda lá beinast við að Þjóðvinafélagið tæki við ritinu svo að úr varð Andvari. Eitt veigamesta starf þjóðvina fyrstu árin og mest raunar áður en félagið komst formlega á laggir var síðan að styrkja
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166

x

Andvari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.